Reykingar bannaðar áhorfendum en ekki keppendum Elvar Geir Magnússon skrifar 13. júní 2008 12:45 Miguel Angel Jimenez með vindil. Reykingar eru bannaðar áhorfendum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Þetta er fyrsta stórmótið í golfi þar sem þessar reglur gilda. Verði maður uppvís af því að reykja á maður von á 8.000 króna sekt. „Ég finn til með áhorfendum, mér finnst þetta ekki sanngjarnt," sagði Spánverjinn Miguel Angel Jimenez, einn fremsti kylfingur Evrópu, en hann er þekktur fyrir að hika ekki við að fá sér stóran vindil meðan á keppni stendur. Golfsambandið fékk kvartanir vegna óbeinna reykinga og þá var talsverður óþrifnaður á vallarsvæðum vegna reykinga. „Á ekki bara að skipa öllum að hjóla í stað þess að keyra bíla? Við erum á opnu svæði. Ég hélt að fólk hefði frelsi til að gera það sem það vill," sagði Jimenez. Skiptar skoðanir eru um reykingabannið en keppendur sjálfir og kylfusveinar þeirra þurfa ekki að hafa áhyggjur. Engar reglur hafa verið settar sem banna þeim að reykja. Golf Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Reykingar eru bannaðar áhorfendum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Þetta er fyrsta stórmótið í golfi þar sem þessar reglur gilda. Verði maður uppvís af því að reykja á maður von á 8.000 króna sekt. „Ég finn til með áhorfendum, mér finnst þetta ekki sanngjarnt," sagði Spánverjinn Miguel Angel Jimenez, einn fremsti kylfingur Evrópu, en hann er þekktur fyrir að hika ekki við að fá sér stóran vindil meðan á keppni stendur. Golfsambandið fékk kvartanir vegna óbeinna reykinga og þá var talsverður óþrifnaður á vallarsvæðum vegna reykinga. „Á ekki bara að skipa öllum að hjóla í stað þess að keyra bíla? Við erum á opnu svæði. Ég hélt að fólk hefði frelsi til að gera það sem það vill," sagði Jimenez. Skiptar skoðanir eru um reykingabannið en keppendur sjálfir og kylfusveinar þeirra þurfa ekki að hafa áhyggjur. Engar reglur hafa verið settar sem banna þeim að reykja.
Golf Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira