Boston vann nauman sigur á Cleveland í fyrsta leik 7. maí 2008 09:23 Deildarmeistarar Boston Celtics unnu í nótt nauman 76-72 sigur á Cleveland í fyrsta leik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni. Harður varnarleikur og barátta einkenndi leikinn og voru flestar stórstjörnunar langt frá sínu besta í sóknarleiknum. Lið Cleveland á eflaust eftir að líta til baka og naga sig í handabökin yfir þessum fyrsta leik ef liðið tapar einvíginu, því liðið var í góðri stöðu til að vinna leikinn. LeBron James átti einn versta leik sinn á ferlinum í sókninni og hitti aðeins 2 af 18 skotum utan af velli og tapaði 10 boltum. Hann fékk nokkur góð færi til að skora á síðustu andartökum leiksins, en boltinn vildi einfaldlega ekki ofan í körfuna. James hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum, en Zydrunas Ilgauskas var atkvæðamestur í Cleveland með 22 stig og 12 fráköst. Tölfræði leiksins Stórstjörnur Boston voru heldur ekki í essinu sínu í gær ef undan er skilinn Kevin Garnett sem skoraði 28 stig og hirti 8 fráköst. Paul Pierce hitti aðeins úr 2 af 14 skotum sínum og endaði með 4 stig og Ray Allen komst ekki á blað. Þetta var í fyrsta skipti síðan árið 1997 sem Allen skorar ekki stig í leik í NBA - eða í 852 leiki. "Þetta var eins og tveir þungavigtarboxarar að lumbra á hvor öðrum. Það voru engar stungur eða krúsídúllur í þessum leik - þetta var bara harður varnarleikur og slagsmál," sagði Kevin Garnett hjá Boston. LeBron James var ósáttur við eigin frammistöðu í leiknum, en hann hefur aðeins einu sinni áður á ferlinum skorað færri körfur utan af velli í leik í deildinni. "Ég klikkaði á mörgum skotum sem ég veit að ég get sett niður," sagði James og horfði ringlaður á tölfræðiskýrsluna eftir leikinn. "Ég var að klikka á sniðskotum - sniðskotum sem ég hef sett niður alla ævi." NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Deildarmeistarar Boston Celtics unnu í nótt nauman 76-72 sigur á Cleveland í fyrsta leik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni. Harður varnarleikur og barátta einkenndi leikinn og voru flestar stórstjörnunar langt frá sínu besta í sóknarleiknum. Lið Cleveland á eflaust eftir að líta til baka og naga sig í handabökin yfir þessum fyrsta leik ef liðið tapar einvíginu, því liðið var í góðri stöðu til að vinna leikinn. LeBron James átti einn versta leik sinn á ferlinum í sókninni og hitti aðeins 2 af 18 skotum utan af velli og tapaði 10 boltum. Hann fékk nokkur góð færi til að skora á síðustu andartökum leiksins, en boltinn vildi einfaldlega ekki ofan í körfuna. James hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum, en Zydrunas Ilgauskas var atkvæðamestur í Cleveland með 22 stig og 12 fráköst. Tölfræði leiksins Stórstjörnur Boston voru heldur ekki í essinu sínu í gær ef undan er skilinn Kevin Garnett sem skoraði 28 stig og hirti 8 fráköst. Paul Pierce hitti aðeins úr 2 af 14 skotum sínum og endaði með 4 stig og Ray Allen komst ekki á blað. Þetta var í fyrsta skipti síðan árið 1997 sem Allen skorar ekki stig í leik í NBA - eða í 852 leiki. "Þetta var eins og tveir þungavigtarboxarar að lumbra á hvor öðrum. Það voru engar stungur eða krúsídúllur í þessum leik - þetta var bara harður varnarleikur og slagsmál," sagði Kevin Garnett hjá Boston. LeBron James var ósáttur við eigin frammistöðu í leiknum, en hann hefur aðeins einu sinni áður á ferlinum skorað færri körfur utan af velli í leik í deildinni. "Ég klikkaði á mörgum skotum sem ég veit að ég get sett niður," sagði James og horfði ringlaður á tölfræðiskýrsluna eftir leikinn. "Ég var að klikka á sniðskotum - sniðskotum sem ég hef sett niður alla ævi."
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira