Spænska blaðið El Pais hefur komist yfir myndband sem sýnir þegar Spanair flugvélin fórst í flugtaki í Madrid hinn 20. ágúst síðastliðinn.
Á myndunum má sjá að vélin kemst aðeins nokkra metra upp í loftið áður en hún skellur til jarðar.
Hún þeytist svo langa vegalengd eftir jörðinni þartil hún lendir úti í skurði. Þá verður mikil sprenging og svartir reykjarbólstrar stíga til himins.
El Pais segir að það hafi átt þátt í slysinu að viðvörunarbúnaður hafi ekki látið flugmennina vita af því að vængbörð vélarinnar voru ekki niðri.
Smellið hér til að sjá myndbandið.