Bandaríkin með 3-1 forystu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. september 2008 20:09 Stewart Cink og Chad Campbell fagna sigri eftir viðureign sína í dag. Nordic Photos / Getty Images Keppni í fjórmenningi er lokið í Ryder-keppninni í golfi og standa Bandaríkjamenn betur að vígi, með þrjá vinninga gegn einum. Evrópumenn byrjuðu betur í öllum viðureignunum en Bandaríkjamenn börðust fyrir sínu og þeir Justin Leonard og Hunter Mahan voru fyrstir til að ná í stig er þeir unnu 3/2 sigur á Paul Casey og Henrik Stenson. Chad Campbell og Stewart Cink unnu þá Justin Rose og Ian Poulter á síðustu holu. Það leit einnig út fyrir bandarískan sigur í viðureign Kenny Perry og Jim Furyk annars vegar gegn þeim Sergio Garcia og Lee Westwood. Á sautjándu átti Perry möguleika á því að tryggja þeim bandarísku sigur en hitti ekki úr púttinu mikilvæga. Garcia og Westwood unnu svo síðustu holuna einnig og björguðu þar með hálfu stigi fyrir Evrópu. Þetta var í fyrsta sinn sem Garcia vinnur ekki í fjórmenning í Ryder-keppninni frá því að hann hóf að taka þátt. Þá náðu Padraig Harrington og Robert Karlsson einnig hálfum vinningi í viðureign sinni gegn Bandaríkjamönnunum Phil Mickelson og Anthony Kim. Þetta var í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn ná forystu strax í fyrstu keppnislotu síðan 1991. Golf Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Keppni í fjórmenningi er lokið í Ryder-keppninni í golfi og standa Bandaríkjamenn betur að vígi, með þrjá vinninga gegn einum. Evrópumenn byrjuðu betur í öllum viðureignunum en Bandaríkjamenn börðust fyrir sínu og þeir Justin Leonard og Hunter Mahan voru fyrstir til að ná í stig er þeir unnu 3/2 sigur á Paul Casey og Henrik Stenson. Chad Campbell og Stewart Cink unnu þá Justin Rose og Ian Poulter á síðustu holu. Það leit einnig út fyrir bandarískan sigur í viðureign Kenny Perry og Jim Furyk annars vegar gegn þeim Sergio Garcia og Lee Westwood. Á sautjándu átti Perry möguleika á því að tryggja þeim bandarísku sigur en hitti ekki úr púttinu mikilvæga. Garcia og Westwood unnu svo síðustu holuna einnig og björguðu þar með hálfu stigi fyrir Evrópu. Þetta var í fyrsta sinn sem Garcia vinnur ekki í fjórmenning í Ryder-keppninni frá því að hann hóf að taka þátt. Þá náðu Padraig Harrington og Robert Karlsson einnig hálfum vinningi í viðureign sinni gegn Bandaríkjamönnunum Phil Mickelson og Anthony Kim. Þetta var í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn ná forystu strax í fyrstu keppnislotu síðan 1991.
Golf Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira