Bandaríkin með 3-1 forystu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. september 2008 20:09 Stewart Cink og Chad Campbell fagna sigri eftir viðureign sína í dag. Nordic Photos / Getty Images Keppni í fjórmenningi er lokið í Ryder-keppninni í golfi og standa Bandaríkjamenn betur að vígi, með þrjá vinninga gegn einum. Evrópumenn byrjuðu betur í öllum viðureignunum en Bandaríkjamenn börðust fyrir sínu og þeir Justin Leonard og Hunter Mahan voru fyrstir til að ná í stig er þeir unnu 3/2 sigur á Paul Casey og Henrik Stenson. Chad Campbell og Stewart Cink unnu þá Justin Rose og Ian Poulter á síðustu holu. Það leit einnig út fyrir bandarískan sigur í viðureign Kenny Perry og Jim Furyk annars vegar gegn þeim Sergio Garcia og Lee Westwood. Á sautjándu átti Perry möguleika á því að tryggja þeim bandarísku sigur en hitti ekki úr púttinu mikilvæga. Garcia og Westwood unnu svo síðustu holuna einnig og björguðu þar með hálfu stigi fyrir Evrópu. Þetta var í fyrsta sinn sem Garcia vinnur ekki í fjórmenning í Ryder-keppninni frá því að hann hóf að taka þátt. Þá náðu Padraig Harrington og Robert Karlsson einnig hálfum vinningi í viðureign sinni gegn Bandaríkjamönnunum Phil Mickelson og Anthony Kim. Þetta var í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn ná forystu strax í fyrstu keppnislotu síðan 1991. Golf Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Keppni í fjórmenningi er lokið í Ryder-keppninni í golfi og standa Bandaríkjamenn betur að vígi, með þrjá vinninga gegn einum. Evrópumenn byrjuðu betur í öllum viðureignunum en Bandaríkjamenn börðust fyrir sínu og þeir Justin Leonard og Hunter Mahan voru fyrstir til að ná í stig er þeir unnu 3/2 sigur á Paul Casey og Henrik Stenson. Chad Campbell og Stewart Cink unnu þá Justin Rose og Ian Poulter á síðustu holu. Það leit einnig út fyrir bandarískan sigur í viðureign Kenny Perry og Jim Furyk annars vegar gegn þeim Sergio Garcia og Lee Westwood. Á sautjándu átti Perry möguleika á því að tryggja þeim bandarísku sigur en hitti ekki úr púttinu mikilvæga. Garcia og Westwood unnu svo síðustu holuna einnig og björguðu þar með hálfu stigi fyrir Evrópu. Þetta var í fyrsta sinn sem Garcia vinnur ekki í fjórmenning í Ryder-keppninni frá því að hann hóf að taka þátt. Þá náðu Padraig Harrington og Robert Karlsson einnig hálfum vinningi í viðureign sinni gegn Bandaríkjamönnunum Phil Mickelson og Anthony Kim. Þetta var í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn ná forystu strax í fyrstu keppnislotu síðan 1991.
Golf Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira