Fótbolti

Tannlæknirinn leggur flautuna á hilluna

NordcPhotos/GettyImages

Þýski knattspyrnudómarinn Markus Merk hefur ákveðið að flýta því að leggja flautuna á hilluna og ætlar að hætta nú í vor. Hann hafði áður gefið það út að hann ætlaði að hætta næsta vor.

Merk, sem er tannlæknir að mennt, byrjaði að dæma í þýsku úrvalsdeildinni árið 1988 og á að baki 333 leiki í efstu deild. Þá hefur hann dæmt 50 landsleiki, þ.a.m. úrslitakleikinn á EM árið 2006.

Merk dæmdi á HM 2002 og 2006 og EM 2000 og 2004 og var kjörinn besti dómari heims árin 2004, 2005 og 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×