Garðar Jóhannsson skoraði annað marka Fredrikstad í kvöld þegar liðið lá 4-2 fyrir Noregsmeistunum Brann í fyrstu umferðinni í norsku úrvalsdeildinni.
Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason voru á sínum stað í liði Brann, en Gylfi Einarsson var á bekknum og spilaði síðustu 20 mínúturnar.
Veigar Páll Gunnarsson var í liði Stabæk þegar það gerði 0-0 jafntefli við Molde.
Úrslitin í kvöld:
Bodö/Glimt 2 - 0 Ham-Kam
Lilleström 1 - 1 Tromsö
Molde 0 - 0 Stabæk
Viking 1 - 0 Strömsgodset