Fjölnir berst fyrir syni sínum 27. júní 2008 10:16 Fjölnir Þorgeirsson. „Ég er að undirbúa mig fyrir landsmótið. Síðan er ég að vinna við vefinn Hestafréttir.is," svarar Fjölnir Þorgeirsson þegar Vísir spyr hann frétta. „Við verðum langöflugastir með fréttir frá mótinu sem byrjar á mánudaginn. Þá tökum við upp videoviðtöl við keppnisliðin, áhorfendur og allt sem er að gerast á svæðinu," segir Fjölnir en hann mun sjálfur keppa í 150 metra skeiði á hestinum Lukkublésa. „Við erum sálufélagar," svarar Fjölnir aðspurður um tengsl milli hans og Lukkublésa. Lætur gott af sér leiða „Ég hef átt Lukkublésa í sex ár. Hann er einn af þeim sem ég mun aldrei selja. Hann er kappreiðahestur og ég var með hann á barnadeild á Landspítalanum hjá langveikum börnum fyrir viku sem var ótrúlega gaman fyrir börnin og fjölskyldur þeirra." „Ég teymdi börnin á honum en það gerir mikið fyrir börn og fullorðna bara að fara hestbak, það liðkar á öllum liðum. Þetta er líkamsrækt út af fyrir sig." Hvernig kom það til að að þú og Lukkublési heimsóttuð langveik börn? "Ég er í nuddi hjá Hörpu Stefánsdóttur, sem starfar með börnunum og hún minntist á að gaman væri að bjóða börnunum á bak og mér fannst frábært að geta látið gott af mér leiða og við fórum með tvo hesta í bæinn í heimsókn til barnanna sem var liður í undirbúningnum fyrir landsmótið." Fjölnir undirbýr sig fyrir Landsmót hestamanna sem hefst næsta mánudag. Berst fyrir syni sínum „Nú ætla ég að klára landsmótið og fara í góða hestaferð eftir það og svo fer ég að hitta strákinn minn. Ég fæ hann til mín í sumarfrí. Væntanlega næ ég í hann út (Svíðþjóð) en ég stend í forræðisdeilu og er tilbúinn að skrifa undir sameiginlegt forræði. Það er barninu fyrir bestu," segir Fjölnir. „Það er fáránlegt að láta barnið lenda í miðjunni þegar fólk skilur. Ef móðir hans deyr þá er kærastinn hennar kominn með jafnmikinn rétt á að hafa barnið eins og ég. Það er prinsippmál hjá mér að klára þetta mál. Ég hef oft tekið að mér að ná svona málum í gegn," segir Fjölnir sem er 37 ára í dag en sonur hans verður 3 ára í nóvember. Hestafréttir.is Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira
„Ég er að undirbúa mig fyrir landsmótið. Síðan er ég að vinna við vefinn Hestafréttir.is," svarar Fjölnir Þorgeirsson þegar Vísir spyr hann frétta. „Við verðum langöflugastir með fréttir frá mótinu sem byrjar á mánudaginn. Þá tökum við upp videoviðtöl við keppnisliðin, áhorfendur og allt sem er að gerast á svæðinu," segir Fjölnir en hann mun sjálfur keppa í 150 metra skeiði á hestinum Lukkublésa. „Við erum sálufélagar," svarar Fjölnir aðspurður um tengsl milli hans og Lukkublésa. Lætur gott af sér leiða „Ég hef átt Lukkublésa í sex ár. Hann er einn af þeim sem ég mun aldrei selja. Hann er kappreiðahestur og ég var með hann á barnadeild á Landspítalanum hjá langveikum börnum fyrir viku sem var ótrúlega gaman fyrir börnin og fjölskyldur þeirra." „Ég teymdi börnin á honum en það gerir mikið fyrir börn og fullorðna bara að fara hestbak, það liðkar á öllum liðum. Þetta er líkamsrækt út af fyrir sig." Hvernig kom það til að að þú og Lukkublési heimsóttuð langveik börn? "Ég er í nuddi hjá Hörpu Stefánsdóttur, sem starfar með börnunum og hún minntist á að gaman væri að bjóða börnunum á bak og mér fannst frábært að geta látið gott af mér leiða og við fórum með tvo hesta í bæinn í heimsókn til barnanna sem var liður í undirbúningnum fyrir landsmótið." Fjölnir undirbýr sig fyrir Landsmót hestamanna sem hefst næsta mánudag. Berst fyrir syni sínum „Nú ætla ég að klára landsmótið og fara í góða hestaferð eftir það og svo fer ég að hitta strákinn minn. Ég fæ hann til mín í sumarfrí. Væntanlega næ ég í hann út (Svíðþjóð) en ég stend í forræðisdeilu og er tilbúinn að skrifa undir sameiginlegt forræði. Það er barninu fyrir bestu," segir Fjölnir. „Það er fáránlegt að láta barnið lenda í miðjunni þegar fólk skilur. Ef móðir hans deyr þá er kærastinn hennar kominn með jafnmikinn rétt á að hafa barnið eins og ég. Það er prinsippmál hjá mér að klára þetta mál. Ég hef oft tekið að mér að ná svona málum í gegn," segir Fjölnir sem er 37 ára í dag en sonur hans verður 3 ára í nóvember. Hestafréttir.is
Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Sjá meira