Tók upp samfarir á símann sinn Breki Logason skrifar 27. júní 2008 14:23 Karlmaður var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands í morgun fyrir brot gegn blygðunarsemi 17 ára stúlku. Maðurinn var staddur í sumarbústað og tók upp myndskeið á símann sinn, þar sem vinur hans hafði samfarir við stúlkuna í heitum potti. Eitt myndskeiðanna sendi hann í síma tengdamóður sinnar. Stúlkan sagði við skýrslutökur að hún hefði farið í sumarbústað með fólki sem hún hefði lauslega kannast við. Bústaðinn hafði ákærði leigt ásamt kærustu sinni og tveimur vinum. Stúlkan segist lítið muna eftir klukkan fimm um morguninn annað en að hafa farið í heitan pott og síðan vaknað nakin í rúmi, með nakinn pilt sér við hlið. Maðurinn var ákærður fyri brot gegn blygðunarsemi stúlkunnar með því að hafa tekið þrjár hreyfimyndir á farsíma sinn af stúlkunni, nakinni og án hennar vitneskju, þar sem hún var að hafa samræði og önnur kynferðismök við félaga hans. Hann vistaði myndskeiðin á fartölvu og sendi hluta þeirra í síma tengdamóður sinnar. Tvö myndskeiðanna sýndu stúlkuna og piltinn í samförum í heitum potti en það þriðja mynd af stúlkunni liggjandi í rúmi og piltinn hreyfa fingur inn og út úr kynfærum hennar. Maðurinn sagðist hafa sent tengdamóður sinni myndskilaboðin til þess að sýna henni fram á að vinur hans hefði ekki nauðgað stúlkunni eins og hún vildi meina í upphafi. Í kjölfar þess hófst rannsókn lögreglu en hreyfimyndirnar sýndu fram á að ekki var um nauðgun að ræða, myndirnar „björguðu" honum því líkt og hann sagði fyrir dómi. Drengirnir héldu því fram allan tímann að stúlkan hefði samþykkt myndatökunnar en hún sagðist aldrei hafa gefið sitt leyfi fyrir þeim. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að kærandi hafi skýrt frá atburðum með allt öðrum hætti en ákærði og önnur vitni í þessu máli og umrædd myndbrot sýna að frásögn hennar fæst ekki staðist. „Ber að líta til þess að kærandi hefur samfarir við karlmann utan dyra í heitum potti og virðist ekkert skeyta um það þótt aðrir séu viðstaddir. Framburður annarra í máli þessu bendir til þess að kærandi hafi séð upptökurnar og engar athugasemdir gert. Verður því að minnsta kosti að telja sannað að eftirfarandi samþykki kæranda hafi legið fyrir að því er þessar myndatökur varðar. Verður því að sýkna ákærða af ákæru um að hafa brotið gegn blygðunarsemi kæranda með því að taka umræddar myndir af henni," segir í dómnum. Hann var hinsvegar sakfelldur fyrir að hafa sent tengdamóður sinni myndbrotin sem er lostugt athæfi að mati dómsins. Ekki var krafist bóta vegna þess og því er skaðabótakröfu stúlkunnar vísað frá. Því ber að fresta fullnustu refsingar og hún látin niður falla að einu ári liðnu. Ríkissjóður gerir myndbrotin upptæk en sími og fartölva piltsins eru ekki gerð upptæk líkt og stúlkan fór fram á. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Karlmaður var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands í morgun fyrir brot gegn blygðunarsemi 17 ára stúlku. Maðurinn var staddur í sumarbústað og tók upp myndskeið á símann sinn, þar sem vinur hans hafði samfarir við stúlkuna í heitum potti. Eitt myndskeiðanna sendi hann í síma tengdamóður sinnar. Stúlkan sagði við skýrslutökur að hún hefði farið í sumarbústað með fólki sem hún hefði lauslega kannast við. Bústaðinn hafði ákærði leigt ásamt kærustu sinni og tveimur vinum. Stúlkan segist lítið muna eftir klukkan fimm um morguninn annað en að hafa farið í heitan pott og síðan vaknað nakin í rúmi, með nakinn pilt sér við hlið. Maðurinn var ákærður fyri brot gegn blygðunarsemi stúlkunnar með því að hafa tekið þrjár hreyfimyndir á farsíma sinn af stúlkunni, nakinni og án hennar vitneskju, þar sem hún var að hafa samræði og önnur kynferðismök við félaga hans. Hann vistaði myndskeiðin á fartölvu og sendi hluta þeirra í síma tengdamóður sinnar. Tvö myndskeiðanna sýndu stúlkuna og piltinn í samförum í heitum potti en það þriðja mynd af stúlkunni liggjandi í rúmi og piltinn hreyfa fingur inn og út úr kynfærum hennar. Maðurinn sagðist hafa sent tengdamóður sinni myndskilaboðin til þess að sýna henni fram á að vinur hans hefði ekki nauðgað stúlkunni eins og hún vildi meina í upphafi. Í kjölfar þess hófst rannsókn lögreglu en hreyfimyndirnar sýndu fram á að ekki var um nauðgun að ræða, myndirnar „björguðu" honum því líkt og hann sagði fyrir dómi. Drengirnir héldu því fram allan tímann að stúlkan hefði samþykkt myndatökunnar en hún sagðist aldrei hafa gefið sitt leyfi fyrir þeim. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að kærandi hafi skýrt frá atburðum með allt öðrum hætti en ákærði og önnur vitni í þessu máli og umrædd myndbrot sýna að frásögn hennar fæst ekki staðist. „Ber að líta til þess að kærandi hefur samfarir við karlmann utan dyra í heitum potti og virðist ekkert skeyta um það þótt aðrir séu viðstaddir. Framburður annarra í máli þessu bendir til þess að kærandi hafi séð upptökurnar og engar athugasemdir gert. Verður því að minnsta kosti að telja sannað að eftirfarandi samþykki kæranda hafi legið fyrir að því er þessar myndatökur varðar. Verður því að sýkna ákærða af ákæru um að hafa brotið gegn blygðunarsemi kæranda með því að taka umræddar myndir af henni," segir í dómnum. Hann var hinsvegar sakfelldur fyrir að hafa sent tengdamóður sinni myndbrotin sem er lostugt athæfi að mati dómsins. Ekki var krafist bóta vegna þess og því er skaðabótakröfu stúlkunnar vísað frá. Því ber að fresta fullnustu refsingar og hún látin niður falla að einu ári liðnu. Ríkissjóður gerir myndbrotin upptæk en sími og fartölva piltsins eru ekki gerð upptæk líkt og stúlkan fór fram á.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira