Viðskipti innlent

Century Aluminum hækkaði mest í Kauphöllinni

Úr álverinu á Grundartanga.
Úr álverinu á Grundartanga.

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hækkaði um rúm fimm prósent í Kauphöll Íslands í dag. Bréf í Icelandair hækkaði um 1,64 prósent og Atlantic Petroleum um 1,54 prósent. Gengi bréfa í Eimskipafélaginu, Kaupþingi, Straumi, Færeyjabanka og Bakkavör hækkaði um tæpt prósent.

Á sama tíma féll gengi bréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways um 3,29 prósent, Existu um 3,14 prósent og 365 um 2,56 prósent. Gengi SPRON og Marel lækkað um rúmt prósent. Bréf í Glitni og Eik banka lækkaði um tæpt prósent.

Úrvalsvísitalan stóð svo til í stað á milli daga í 4.513 stigum. Fyrr í dag fór hún hins vegar undir 4.500 stiga markið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×