Gengi íslensku krónunnar veiktist um 0,37 prósent í dag. Það sveiflaðist nokkuð yfir daginn, styrktist fram yfir hádegi en tók þá að veikjast aftur lítillega.
Gengisvísitalan stóð í lok dags í 152,6 stigum.
Bandaríkjadalur kostar nú rúmar 75,7 krónur, eitt breskt pund 149,66 krónur, ein dönsk króna sléttar sextán krónur og ein evra 119,4 íslenskar.