Loksins nýtt frá Emilíönu 10. júlí 2008 06:00 Ný plata eftir langa bið Emilíana Torrini syngur um einhvern Armini. Tónlistarkonan Emilíana Torrini stimplaði sig endanlega inn með plötunni Fisherman’s Woman, sem kom út í ársbyrjun 2005. Nú er loksins búið að tilkynna að næsta plata sé á leiðinni, hún mun heita Me and Armini og kemur út 8. september. Enn á ný vinnur Emilíana með hljóðvirkjanum Dan Carey. Hann hljóðvann síðustu plötu Emilíönu, auk þess að semja með henni lög, bæði á síðustu plötu sem og lögin „Slow“, sem Kylie Minogue flutti á vinsældalistana, og „Gollum‘s Song“, sem var í einni Lord of the Rings-myndinni. Dan hefur komið víða við, var með puttana á síðustu Hot Chip-plötu og vinnur nú með hljómsveitinni Franz Ferdinand, sem er að gera nýja plötu. Í fréttatilkynningu frá Rough Trade, útgáfufyrirtæki Emilíönu, segir að nýja platan sé metnaðarfull og fjölbreytt poppplata þar sem rödd Emilíönu sé í forsæti. Nú má heyra titillagið, „Me and Armini“, á Myspace-síðu Emilíönu. Lagið er fyrsta smáskífa plötunnar, létt popp-reggí sem venst vel. Í kjölfar útgáfunnar mun Emilíana leggjast í tónleikaferðir.- glh Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarkonan Emilíana Torrini stimplaði sig endanlega inn með plötunni Fisherman’s Woman, sem kom út í ársbyrjun 2005. Nú er loksins búið að tilkynna að næsta plata sé á leiðinni, hún mun heita Me and Armini og kemur út 8. september. Enn á ný vinnur Emilíana með hljóðvirkjanum Dan Carey. Hann hljóðvann síðustu plötu Emilíönu, auk þess að semja með henni lög, bæði á síðustu plötu sem og lögin „Slow“, sem Kylie Minogue flutti á vinsældalistana, og „Gollum‘s Song“, sem var í einni Lord of the Rings-myndinni. Dan hefur komið víða við, var með puttana á síðustu Hot Chip-plötu og vinnur nú með hljómsveitinni Franz Ferdinand, sem er að gera nýja plötu. Í fréttatilkynningu frá Rough Trade, útgáfufyrirtæki Emilíönu, segir að nýja platan sé metnaðarfull og fjölbreytt poppplata þar sem rödd Emilíönu sé í forsæti. Nú má heyra titillagið, „Me and Armini“, á Myspace-síðu Emilíönu. Lagið er fyrsta smáskífa plötunnar, létt popp-reggí sem venst vel. Í kjölfar útgáfunnar mun Emilíana leggjast í tónleikaferðir.- glh
Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira