Innlent

Vestfirsku náttúruverndarsamtökin endureist

Vestfirsku náttúruverndarsamtökin verður endureist í dag. Ástæðuna má að einhverju leyti rekja til fyrirhugaðrar olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum.

Stofnfundur Náttúruverndarsamtaka Vestfjarða verður haldinn í Hömrum á Ísafirði í dag og mun umhverfisráðherra vera heiðursgestur hans. Ætlunin er að endurreisa vestfirsk náttúruverndarsamtök sem voru stofnuð 1971 í Flókalundi.

Þau samtök voru mjög virk í um 15 ár og gáfu m.a. út tímaritið Kaldbak og áttu stóran þátt í friðlýsingu Hornstranda. Bryndís Friðgeirsdóttir sem er í undirbúningshóp stofnfundarins segir ástæðu þess að samtökin séu endurvakin nú sé að mikil umræða hafi farið fram á Vestfjörðum að undanförnu sérstaklega þegar hugmyndir um olíuhreinsunarstöð komu fram. Þá hafi fólk áttað sig á því að nátturan hafi ekki átt málsvara á Vestfjörðum.

Bryndís segir samtökin eiga að vera vettvang til að fræða stjórnvöld og almenning svo hægt verði að halda þeirri ímynd sem Vestfirðir hafa sem náttúruperla. Helstu verkefni samtakanna verða verndun náttúru, umhverfisfræðsla, friðlýsing merkra og fagurra staða, verndun minja og skynsamleg nýting náttúruauðlinda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×