Kristján Örn Sigurðsson fékk að líta rauða spjaldið er leikmenn Álasunds skoruðu öll sex mörkin í 4-2 sigri liðsins á Brann í norsku úrvalsdeildinni.
Kristján Örn og Ólafur Örn Bjarnason voru á sínum stað í vörn Brann-liðsins. Kristán fékk að líta tvö gul spjöld í leiknum, það fyrra á 39. mínútu og svo aftur á 65. mínútu.
Staðan var 1-1 í hálfleik en leikmenn Álasunds skoruðu tvívegis á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks. Brann náði svo að minnka muninn undir lok leiksins en bæði mörk Brann voru sjálfsmörk leikmanna Álasunds.
En Álasund bætti við fjórða markinu í uppbótartíma og skoruðu því leikmenn liðsins öll sex mörkin í sigri liðsins á sjálfum Noregsmeisturunum.
Gylfi Einarsson kom inn á fyrir Erik Bakke strax á sextándu mínútu í liði Brann en Ármann Smári Björnsson er frá vegna meiðsla.
Haraldur Freyr Guðmundsson sat allan leikinn á varamannabekk Álasunds.
Kristján sá rautt í tapi Brann

Mest lesið





Hafa verið þrettán ár af lygum
Enski boltinn



Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins
Enski boltinn

Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig
Íslenski boltinn
