Viðskipti innlent

Exista í mál við breska ríkið - Viðurkennir mistök í fjárfestingum

Exista ætlar í mál við breska ríkið vegna falls Kaupþings. Jafnframt mun Exista veita hluthöfum sínum lögfræðiaðstoð við slík málaferli. Þá viðurkennir stjórn Exista mistök á undanförnum árum í fjárfestingum sínum.

Hluthafafundur Existu stendur nú yfir. Framangreindar upplýsingar komu fram í máli Lýðs Guðmundssonar stjórnarformann félagsins.

Lýður segir að ein stærstu mistök sem Exista hafi gert á undanförnum árum hafi verið að knýja ekki fastar á að höfuðstöðvar Kaupþings yrðu fluttar úr landi þegar það lá ljóst fyrir að bankinn fengi ekki að gera upp bókhald sitt í evrum.

Þá segir Lýður að hlutafjáraukningin í Storebrand á viðkvæmum tíma hafi verið mistök. Og einnig að hluturinn í JJB Sport hafi verið keyptur á alltof háu verði. Þeir greiddu 12 milljarða kr. fyrir hlutinn en fengu samt ekki mann í stjórn félagsins. Hluturinn er nú nær verðlaus.

Hvað lögsóknia gegn breska ríkinu varðar kom fram hjá Lýði að Exista hefði þegar leitað til breskra lögmanna um að taka að sér málið.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×