Innlent

Fundir halda áfram í Karphúsinu

Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ.
Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ. MYND/Valgarður Gíslason

Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands funduðu langt fram á kvöld í gær og hefjast fundarhöld að nýju í Karphúsinu nú klukkan 10. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði í samtali við Vísi í morgun að viðræður gengu vel og taldi að það sem sneri að viðræðum milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins myndi klárast í dag.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær vera sammála þeirri launastefnu sem verið væri að móta í kjarasamningunum, enda myndi hún koma konum og umönnunarstéttum til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×