Innlent

Adrenalínferð gegn fordómum

Laugarnesskóli
Laugarnesskóli

Tuttugu og fimm manna hópur níundu og tíundu bekkinga úr Austurbæjarskóla og Laugarnesskóla lögðu af stað í ferð á vegum samtakanna Adrenalín gegn rasisma í gær. Íslensk ungmenni og ungmenni af erlendu bergi brotin eru í samtökunum og er markmið þeirra að sporna á móti fórdómum gegn útlendingum í samfélaginu.

Förinni var heitið í Ölver undir Hafnarfjalli þar sem dvalið verður yfir helgina og gengið á fjöll í nágrenninu. Séra Bjarni Karlsson sóknarprestur í Laugarneskirkju segir nauðsynlegt að styrkja tengsl ungs fólks og vonast til að fordómar gegn útlendingum festi ekki rætur í huga ungra Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×