Innlent

Jón Baldvin gælir við framboð

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, gælir við endurkomu í stjórnmálin og segist til viðtals við allt og alla. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 galopnar hann allar gáttir og segist ekki skorast undan verði eftir því leitað.

Hann telur kosningar óhjákvæmilegar, enda séu stjórnarflokkarnir ósammála í öllum grundvallaratriðum. Ekki megi bíða með að taka ákvarðanir um inngöngu í Evrópusambandið og upptöku nothæfs gjaldmiðils. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn óstjórntækan enda sé foringi þeirra skæruliði í Seðlabankanum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×