Slíkar rangfærslur í yfirlýsingu að nefndin vill ekki elta ólar við þær 10. janúar 2008 13:29 MYND/GVA Pétur Kr. Hafstein, formaður dómnefndar sem metur hæfni dómara, segir slíkar rangfærslur yfirlýsingu Árna M. Mathiesen, setts dómsmálaráðherra, í dómaramálinu að nefndin vilji ekki elta ólar við þær í fjölmiðlum. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um yfirlýsingu ráðherra frá því í morgun en vísar í greinagerð nefndarinnar frá því í gær og segir að nefndin standi við hana að öllu leyti. Ákvörðun Árna Mathiesen, að skipa Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands þrátt fyrir að þrír menn hafi verið metnir hæfari en Þorsteinn, hefur dregið dilk á eftir sér. Einn þeirra sem metinn var hæfari en Þorsteinn hefur þegar ákveðið að kvarta til umboðsmanns Alþingis eftir rökstuðning ráðherra. Þá sendi nefndin sem mat hæfni umsækjenda um dómarastöðuna frá sér greinargerð í gær þar sem Árni Mathiesen er gagnrýndur harðlega. Sagði hún settan dómsmálaráðherra hafa tekið ómálefnalega ákvörðun og hafa vegið að starfsheiðri og tilverugrundvelli dómnefndarinnar. Enn fremur sakaði dómnefndin ráðherra um óvönduð vinnubrögð og að aldrei hafi í 16 ára sögu nefndarinnar verið gengið gegn áliti hennar. Árni svaraði dómnendinni í morgun og sagði umsögn hennar um umsækjendur um dómaraembætti gallaða, ógagnsæja, lítt rökstudda og innra ósamræmis hafi gætt við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa. Benti Árni enn fremur á að ráðherra bæri í störfum sínum að taka sjálfstæða afstöðu til mála sem fyrir hann væru lögð. Það væri ráðherrann sem hefði skipunarvaldið og þar með ábyrgðina og umsögn nefndarinnar væri ekki bindandi samkvæmt lögum. Enn fremur væri það rangt hjá nefndinni að það væri einsdæmi að ráðherra færi ekki að áliti nefndarinnar. Um það væri bæði nýleg og eldri dæmi. Fréttamaður Stöðvar 2 leitaði eftir viðtali við Árna vegna málsins í morgun en hann vildi ekki tjá sig um málið og vísaði aðeins á yfirlýsinguna. Yfirlýsingu Árna Mathiesen og greinargerð dómnefndarinnar má sjá hér að neðan. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Pétur Kr. Hafstein, formaður dómnefndar sem metur hæfni dómara, segir slíkar rangfærslur yfirlýsingu Árna M. Mathiesen, setts dómsmálaráðherra, í dómaramálinu að nefndin vilji ekki elta ólar við þær í fjölmiðlum. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um yfirlýsingu ráðherra frá því í morgun en vísar í greinagerð nefndarinnar frá því í gær og segir að nefndin standi við hana að öllu leyti. Ákvörðun Árna Mathiesen, að skipa Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands þrátt fyrir að þrír menn hafi verið metnir hæfari en Þorsteinn, hefur dregið dilk á eftir sér. Einn þeirra sem metinn var hæfari en Þorsteinn hefur þegar ákveðið að kvarta til umboðsmanns Alþingis eftir rökstuðning ráðherra. Þá sendi nefndin sem mat hæfni umsækjenda um dómarastöðuna frá sér greinargerð í gær þar sem Árni Mathiesen er gagnrýndur harðlega. Sagði hún settan dómsmálaráðherra hafa tekið ómálefnalega ákvörðun og hafa vegið að starfsheiðri og tilverugrundvelli dómnefndarinnar. Enn fremur sakaði dómnefndin ráðherra um óvönduð vinnubrögð og að aldrei hafi í 16 ára sögu nefndarinnar verið gengið gegn áliti hennar. Árni svaraði dómnendinni í morgun og sagði umsögn hennar um umsækjendur um dómaraembætti gallaða, ógagnsæja, lítt rökstudda og innra ósamræmis hafi gætt við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa. Benti Árni enn fremur á að ráðherra bæri í störfum sínum að taka sjálfstæða afstöðu til mála sem fyrir hann væru lögð. Það væri ráðherrann sem hefði skipunarvaldið og þar með ábyrgðina og umsögn nefndarinnar væri ekki bindandi samkvæmt lögum. Enn fremur væri það rangt hjá nefndinni að það væri einsdæmi að ráðherra færi ekki að áliti nefndarinnar. Um það væri bæði nýleg og eldri dæmi. Fréttamaður Stöðvar 2 leitaði eftir viðtali við Árna vegna málsins í morgun en hann vildi ekki tjá sig um málið og vísaði aðeins á yfirlýsinguna. Yfirlýsingu Árna Mathiesen og greinargerð dómnefndarinnar má sjá hér að neðan.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira