Viðskipti innlent

Enn fellur Eimskipafélagið

Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskipafélagsins.
Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskipafélagsins.

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 2,7 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Það hefur nú fallið um rúm þrjátíu prósent á þremur dögum í vikunni.

Félagið afskrifaði hlut sinn í breska frystivörufyrirtækinu Innovate Holding á miðvikudag upp á níu milljarða króna.

„Það er alveg ljóst að stjórnendur Eimskip hafa klúðrað þessu big time," sagði Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskip, um þessa ársgömlu fjárfestingu félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×