Erlent

Nýjar upplýsingar um svarthol í geimnum

Hópur vísindamanna við háskólann í Boston hefur sent frá sér nýjar upplýsingar um svarthol í geimnum. Þar kemur meðal annars fram að holur þessar senda frá sér straum af ögnum á næstum því ljóshraða..

Áður hefur verið talið að svartholin sogi að sér allt efni í nágrenni sínu og að ekkert sleppi í burtu. Vísindamennirnir segja að agnir þessar eigi sér uppruna í segulsviðinu sem umlykur fyrirbærin.

Þrátt fyrir þá staðreynda að svarthol hefur hreiðrað um sig í miðju Vetrarbrautar okkar er lítið sem ekkert við um þær. Hinsvegar hefur vísindamenn lengi grunað að fyrrgreindur agnastraumur kæmi frá þeim á þessum mikla hraða. Það hefur nú verið staðfest en notast var við nokkra af öflugustu stjörnukíkjum heimsins við þessa rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×