Íslandsmeistarar Vals í kvennaflokki hafa samið við færeyska landsliðsmarkvörðinn Randi S. Wardum. Frá þessu er greint á vefsíðu færeyska liðsins KÍ en þaðan kemur leikmaðurinn.
Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Vals, meiddist illa fyrir nokkrum vikum og spilar ekki í sumar. Er Randi ætlað að fylla skarð hennar en hún er fædd 1986.
Valur hefur haft augastað á Randi í nokkurn tíma og æfði hún til að mynda með liðinu um tíma á síðasta ári.