Hæstiréttur staðfestir dóm héraðsdóms í Baugsmáli 5. júní 2008 16:18 Hæstiréttur hefur fellt dóm í Baugsmálinu svokallaða og hann staðfestir dóm héraðsdóms. Þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Jóni Gerald Sullenberger er staðfestur og sömuleiðis tólf mánaða dómur yfir Tryggva Jónssyni. Ríkissjóður skal greiða 20 milljónir í málskostnað fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson, 15 milljónir fyrir Tryggva Jónsson og sjö milljónir fyrir Jón Gerald Sullenberger. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformann Baugs Group, í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hlutast til um útgáfu tilhæfulauss kreditreiknings frá Nordica, félagi Jóns Geralds, sem færður var í bókhald Baugs félaginu til tekna. Reikningurinn var upp á um 62 milljónir króna. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, hafði einnig verði sakfelldur fyrir þennan ákærulið ásamt þremur öðrum bókhaldsbrotum og fjárdráttarbroti sem sneri að notkun á greiðslukorti í eigu Baugs. Hlaut hann samtals tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði. Þá var Jón Gerald dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi fyrir hlutdeild sína í útgáfu áðurnefnds kreditreiknings. Um var að ræða þann hluta Baugsmálsins sem varð til þegar settur ríkissaksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, gaf út endurákæru í 19 liðum 31. mars 2006. Héraðsdómur hafði vísað einum þeirra frá, þeim veigamesta, og því var fjallað um 18 þeirra í héraðsdómi og Hæstarétti. Þeir lutu að meintum ólögmætum lánveitingum til félaga tengdum Baugi, bókhaldsbrotum og fjárdrætti. Öll brotin áttu að hafa átt sér stað þegar Baugur var almenningshlutafélag í kringum síðustu aldamót. Jón Ásgeir var ákærður í 17 þessara 18 liða en var sýknaður af öllum nema einum í héraðsdómi sem fyrr segir. Með þessu má segja að öðrum hring Baugsmálsins í dómskerfinu sé lokið. Einn angi í viðbót er óútkljáður en hann lýtur að meintum skattalagabrotum aðila tengdum Baugi. Efnahagsbrotadeild Ríkislöreglustjóra hefur þau til rannsóknar en ekki liggur fyrir hvenær þeirri rannsókn lýkur og hvort ákært verður í framhaldi af henni. Dómsorð Hæstaréttar fer hér á eftir, en dóminn má í heild sinni lesa hér. Ákærði Jón Ásgeir Jóhannesson sæti fangelsi í þrjá mánuði. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms ef ákærði heldur almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði Tryggvi Jónsson sæti fangelsi í tólf mánuði. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms ef ákærði heldur almennt skilorð samkvæmt framangreindum lagaákvæðum. Ákærði Jón Gerald Sullenberger sæti fangelsi í þrjá mánuði. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms ef ákærði heldur almennt skilorð samkvæmt framangreindum lagaákvæðum. Ákærði Jón Ásgeir greiði af málsvarnarlaunum skipaðs verjanda síns í héraði og fyrir Hæstarétti, Gests Jónssonar hæstaréttarlögmanns, 1.530.000 krónur vegna rekstrar málsins í héraði og 750.000 krónur vegna rekstrar málsins fyrir Hæstarétti. Málsvarnarlaun verjandans að öðru leyti, samtals 20.920.000 krónur á báðum dómstigum, greiðast úr ríkissjóði. Ákærði Tryggvi greiði af málsvarnarlaunum skipaðs verjanda síns í héraði og fyrir Hæstarétti, Jakobs R. Möller hæstaréttarlögmanns, 2.515.000 krónur vegna rekstrar málsins í héraði og 1.875.000 krónur vegna rekstrar málsins fyrir Hæstarétti. Málsvarnarlaun verjandans að öðru leyti, samtals 15.410.000 krónur á báðum dómstigum, greiðast úr ríkissjóði. Ákærði Jón Gerald greiði af málsvarnarlaunum skipaðs verjanda síns í héraði og fyrr Hæstarétti, Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns, 2.025.000 krónur vegna rekstrar málsins í héraði og 400.000 krónur vegna rekstrar málsins fyrir Hæstarétti. Málsvarnarlaun verjandans að öðru leyti, samtals 7.275.000 krónur á báðum dómstigum, greiðast úr ríkissjóði. Ákærði Jón Ásgeir greiði í ríkissjóð vegna annars sakarkostnaðar í héraði samtals 7.568.519 krónur, þar af 5.000.000 krónur óskipt með ákærða Tryggva. Að öðru leyti greiðist sakarkostnaður í héraði og áfrýjunarkostnaður málsins úr ríkissjóði. Tengdar fréttir Jón Gerald á leið til Strassbourgar Brynjar Níelsson lögmaður Jóns Geralds Sullenberger var rétt búinn að kíkja á niðurstöðu Hæstaréttar þegar Vísir náði af honum tali fyrir stundu. Hann segir að næst á dagskrá sé að fara með málið til Strassbourgar. 5. júní 2008 17:16 Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar í Baugsmálinu, segist ósáttur við niðurstöðuna í málinu er varðar hans umbjóðanda, en Hæstiréttur staðfestir 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir honum. Það segir Jakob of þungan dóm miðað við eðli málsins. Að öðru leyti hafi lítið orðið úr málinu. „Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús,“ sagði Jakob við fréttamenn eftir að dómur féll og vísaði til þess hve lítið hafi komið út úr einu stærsta dómsmáli Íslandssögunnar. 5. júní 2008 16:37 Gestur: Ánægður að málinu er lokið Gestur Jónsson lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sagðist í samtali við Vísi vera ánægður með að nú sé loksins búið að leiða Baugsmálið til lykta. ,,Auðvitað hefði maður kosið að Jón hefði verið sýknaður en miðað við það hvernig var lagt af stað í þessu máli þá er ekki annað hægt en að sætta sig við þessi málalok." 5. júní 2008 16:42 Vonandi líf eftir Baugsmálið Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, vildi lítið tjá sig um lyktir Baugsmálsins þegar hann var spurður út í það á göngum Hæstaréttar. Hann sagðist vilja fá tíma til að fara yfir dóminn áður en hann tjáði sig um hann efnislega. Aðspurður hvort líf væri eftir Baugsmálið svaraði hann á þá leið að það hafi sannarlega verið líf á meðan á því stóð, og að vonandi væri líf að því loknu. 5. júní 2008 16:44 Jóhannes segir Jón Ásgeir hafa tekið dómnum illa Jóhannes Jónsson kvaðst vonast til þess að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra muni einn daginn gefa út af hverju honum væri ,,svona illa við okkur og hvað við höfum gert honum." Hann segist hafa skorað áður á Björn og Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að segja af sér og hann væri enn þeirra skoðunar. Sonur hans tók dómnum illa. 5. júní 2008 17:16 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Hæstiréttur hefur fellt dóm í Baugsmálinu svokallaða og hann staðfestir dóm héraðsdóms. Þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Jóni Gerald Sullenberger er staðfestur og sömuleiðis tólf mánaða dómur yfir Tryggva Jónssyni. Ríkissjóður skal greiða 20 milljónir í málskostnað fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson, 15 milljónir fyrir Tryggva Jónsson og sjö milljónir fyrir Jón Gerald Sullenberger. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformann Baugs Group, í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hlutast til um útgáfu tilhæfulauss kreditreiknings frá Nordica, félagi Jóns Geralds, sem færður var í bókhald Baugs félaginu til tekna. Reikningurinn var upp á um 62 milljónir króna. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, hafði einnig verði sakfelldur fyrir þennan ákærulið ásamt þremur öðrum bókhaldsbrotum og fjárdráttarbroti sem sneri að notkun á greiðslukorti í eigu Baugs. Hlaut hann samtals tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði. Þá var Jón Gerald dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi fyrir hlutdeild sína í útgáfu áðurnefnds kreditreiknings. Um var að ræða þann hluta Baugsmálsins sem varð til þegar settur ríkissaksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, gaf út endurákæru í 19 liðum 31. mars 2006. Héraðsdómur hafði vísað einum þeirra frá, þeim veigamesta, og því var fjallað um 18 þeirra í héraðsdómi og Hæstarétti. Þeir lutu að meintum ólögmætum lánveitingum til félaga tengdum Baugi, bókhaldsbrotum og fjárdrætti. Öll brotin áttu að hafa átt sér stað þegar Baugur var almenningshlutafélag í kringum síðustu aldamót. Jón Ásgeir var ákærður í 17 þessara 18 liða en var sýknaður af öllum nema einum í héraðsdómi sem fyrr segir. Með þessu má segja að öðrum hring Baugsmálsins í dómskerfinu sé lokið. Einn angi í viðbót er óútkljáður en hann lýtur að meintum skattalagabrotum aðila tengdum Baugi. Efnahagsbrotadeild Ríkislöreglustjóra hefur þau til rannsóknar en ekki liggur fyrir hvenær þeirri rannsókn lýkur og hvort ákært verður í framhaldi af henni. Dómsorð Hæstaréttar fer hér á eftir, en dóminn má í heild sinni lesa hér. Ákærði Jón Ásgeir Jóhannesson sæti fangelsi í þrjá mánuði. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms ef ákærði heldur almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði Tryggvi Jónsson sæti fangelsi í tólf mánuði. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms ef ákærði heldur almennt skilorð samkvæmt framangreindum lagaákvæðum. Ákærði Jón Gerald Sullenberger sæti fangelsi í þrjá mánuði. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms ef ákærði heldur almennt skilorð samkvæmt framangreindum lagaákvæðum. Ákærði Jón Ásgeir greiði af málsvarnarlaunum skipaðs verjanda síns í héraði og fyrir Hæstarétti, Gests Jónssonar hæstaréttarlögmanns, 1.530.000 krónur vegna rekstrar málsins í héraði og 750.000 krónur vegna rekstrar málsins fyrir Hæstarétti. Málsvarnarlaun verjandans að öðru leyti, samtals 20.920.000 krónur á báðum dómstigum, greiðast úr ríkissjóði. Ákærði Tryggvi greiði af málsvarnarlaunum skipaðs verjanda síns í héraði og fyrir Hæstarétti, Jakobs R. Möller hæstaréttarlögmanns, 2.515.000 krónur vegna rekstrar málsins í héraði og 1.875.000 krónur vegna rekstrar málsins fyrir Hæstarétti. Málsvarnarlaun verjandans að öðru leyti, samtals 15.410.000 krónur á báðum dómstigum, greiðast úr ríkissjóði. Ákærði Jón Gerald greiði af málsvarnarlaunum skipaðs verjanda síns í héraði og fyrr Hæstarétti, Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns, 2.025.000 krónur vegna rekstrar málsins í héraði og 400.000 krónur vegna rekstrar málsins fyrir Hæstarétti. Málsvarnarlaun verjandans að öðru leyti, samtals 7.275.000 krónur á báðum dómstigum, greiðast úr ríkissjóði. Ákærði Jón Ásgeir greiði í ríkissjóð vegna annars sakarkostnaðar í héraði samtals 7.568.519 krónur, þar af 5.000.000 krónur óskipt með ákærða Tryggva. Að öðru leyti greiðist sakarkostnaður í héraði og áfrýjunarkostnaður málsins úr ríkissjóði.
Tengdar fréttir Jón Gerald á leið til Strassbourgar Brynjar Níelsson lögmaður Jóns Geralds Sullenberger var rétt búinn að kíkja á niðurstöðu Hæstaréttar þegar Vísir náði af honum tali fyrir stundu. Hann segir að næst á dagskrá sé að fara með málið til Strassbourgar. 5. júní 2008 17:16 Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar í Baugsmálinu, segist ósáttur við niðurstöðuna í málinu er varðar hans umbjóðanda, en Hæstiréttur staðfestir 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir honum. Það segir Jakob of þungan dóm miðað við eðli málsins. Að öðru leyti hafi lítið orðið úr málinu. „Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús,“ sagði Jakob við fréttamenn eftir að dómur féll og vísaði til þess hve lítið hafi komið út úr einu stærsta dómsmáli Íslandssögunnar. 5. júní 2008 16:37 Gestur: Ánægður að málinu er lokið Gestur Jónsson lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sagðist í samtali við Vísi vera ánægður með að nú sé loksins búið að leiða Baugsmálið til lykta. ,,Auðvitað hefði maður kosið að Jón hefði verið sýknaður en miðað við það hvernig var lagt af stað í þessu máli þá er ekki annað hægt en að sætta sig við þessi málalok." 5. júní 2008 16:42 Vonandi líf eftir Baugsmálið Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, vildi lítið tjá sig um lyktir Baugsmálsins þegar hann var spurður út í það á göngum Hæstaréttar. Hann sagðist vilja fá tíma til að fara yfir dóminn áður en hann tjáði sig um hann efnislega. Aðspurður hvort líf væri eftir Baugsmálið svaraði hann á þá leið að það hafi sannarlega verið líf á meðan á því stóð, og að vonandi væri líf að því loknu. 5. júní 2008 16:44 Jóhannes segir Jón Ásgeir hafa tekið dómnum illa Jóhannes Jónsson kvaðst vonast til þess að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra muni einn daginn gefa út af hverju honum væri ,,svona illa við okkur og hvað við höfum gert honum." Hann segist hafa skorað áður á Björn og Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að segja af sér og hann væri enn þeirra skoðunar. Sonur hans tók dómnum illa. 5. júní 2008 17:16 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Jón Gerald á leið til Strassbourgar Brynjar Níelsson lögmaður Jóns Geralds Sullenberger var rétt búinn að kíkja á niðurstöðu Hæstaréttar þegar Vísir náði af honum tali fyrir stundu. Hann segir að næst á dagskrá sé að fara með málið til Strassbourgar. 5. júní 2008 17:16
Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar í Baugsmálinu, segist ósáttur við niðurstöðuna í málinu er varðar hans umbjóðanda, en Hæstiréttur staðfestir 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir honum. Það segir Jakob of þungan dóm miðað við eðli málsins. Að öðru leyti hafi lítið orðið úr málinu. „Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús,“ sagði Jakob við fréttamenn eftir að dómur féll og vísaði til þess hve lítið hafi komið út úr einu stærsta dómsmáli Íslandssögunnar. 5. júní 2008 16:37
Gestur: Ánægður að málinu er lokið Gestur Jónsson lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sagðist í samtali við Vísi vera ánægður með að nú sé loksins búið að leiða Baugsmálið til lykta. ,,Auðvitað hefði maður kosið að Jón hefði verið sýknaður en miðað við það hvernig var lagt af stað í þessu máli þá er ekki annað hægt en að sætta sig við þessi málalok." 5. júní 2008 16:42
Vonandi líf eftir Baugsmálið Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, vildi lítið tjá sig um lyktir Baugsmálsins þegar hann var spurður út í það á göngum Hæstaréttar. Hann sagðist vilja fá tíma til að fara yfir dóminn áður en hann tjáði sig um hann efnislega. Aðspurður hvort líf væri eftir Baugsmálið svaraði hann á þá leið að það hafi sannarlega verið líf á meðan á því stóð, og að vonandi væri líf að því loknu. 5. júní 2008 16:44
Jóhannes segir Jón Ásgeir hafa tekið dómnum illa Jóhannes Jónsson kvaðst vonast til þess að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra muni einn daginn gefa út af hverju honum væri ,,svona illa við okkur og hvað við höfum gert honum." Hann segist hafa skorað áður á Björn og Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að segja af sér og hann væri enn þeirra skoðunar. Sonur hans tók dómnum illa. 5. júní 2008 17:16