Formúla 1

Honda staðfestir að liðið sé hætt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Framtíð Jensen Button er í óvissu.
Framtíð Jensen Button er í óvissu. Nordic Photos / Getty Images

Honda hefur staðfest að liðið sé hætt þátttöku í Formúlu 1 og segir að það sé vegna efnahagskreppunnar sem ríkir í heiminum.

Þetta þýðir að þeir Jensen Button og Rubens Barrichello eru án keppnisliða fyrir næsta tímabil. Þar að auki var tilkynnt að Honda myndi ekki heldur sjá Formúlu 1-bifreiðum fyrir vélum.

Þó er ekki útilokað að liðið finni sér kaupanda í tæka tíð fyrir næsta keppnistímabil en Honda hefur gefið sér frest fram í janúar til þess. Ef það tekst ekki verða aðeins níu keppnislið í Formúlunni á næsta ári.

Kostnaður Honda vegna Formúlu 1 hefur verið um 300 milljónir punda á ári eða 56 milljarðar króna.

Starfsmönnum keppnisliðs Honda hefur verið tilkynnt að þeir megi búast við uppsagnarbréfum fyrir jól.

Honda sagði enn fremur að keppt yrði á Suzuka-brautinni í Japan á næsta ári eins og áætlað var.






Tengdar fréttir

Honda að hætta á morgun?

Á morgun mun keppnislið Honda tilkynna að það sé hætt keppni í Formúlu 1. Þetta hefur BBC eftir heimildamönnum sínum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×