Viðskipti innlent

Krónan styrkist í byrjun dags

Gengi evrunnar er enn undir 120 krónur.
Gengi evrunnar er enn undir 120 krónur.

Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,5 prósent frá því gjaldeyrisviðskipti hófust í morgun eftir 0,7 prósenta veikingu í gær. Gengisvísitalan stendur nú í 153,1 stigi. Vísitalan hefur ekki farið undir 150 stigin síðan í enda maí.

Bandaríkjadalur kostar nú 76,2 krónur, eitt breskt pund 150,2 krónur, ein dönsk króna sléttar 16 krónur íslenskar og ein evra 119,6 krónur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×