Hermann Hreiðarsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins í undankeppni HM 2010. Þetta tilkynnti Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari í dag.
Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið fyrirliði landsliðsins undanfarin ár en hann tók við fyrirliðabandinu þegar landsliðið var undir stjórn Ásgeirs Sigurvinssonar og Loga Ólafssonar. Hann bar bandið einnig í þjálfaratíð Eyjólfs Sverrissonar.
Eiður hefur hins vegar ekki verið fyrirliði landsliðsins undir stjórn Ólafs.