Formúla 1

Formúla 1 á Hockenheim í hættu

Þýskir áhorfendur gætu séð á eftir Hockeheim kappakstrinum sem hefur verið til staðar í áratugi. Mikið af Pólverjum mætti á mótið í ár.
Þýskir áhorfendur gætu séð á eftir Hockeheim kappakstrinum sem hefur verið til staðar í áratugi. Mikið af Pólverjum mætti á mótið í ár. mynd: Getty Images

Mótshald í Formúlu 1 í Þýskalandi gæti verið í hættu að mati Karl Josef Schmidt, nema Bernie Eccleostne lækki gjöld sem hann rukkar mótshaldara um.

Keppt er á Hockenheim annað hvert ár og í ár töpuðu mótshaldarar 5.3 miljónum evra. Keppt verður á Nurburgring á næsta ári.

"Ríkið þarf að koma inn í mótshaldið eft við eigum að ná endum saman. Annars verður ekki keppt á Hockenheim í Formúlu 1, né heldur á Nurburgring í framtíðinni. Þá verðiur Ecclestone að lækka leyfisgjöldin, annars enda öll mót í Arabalöndum og hverfa frá Evrópu", sagði Schmidt í þýsku dagblaði í dag.

Ekki verður keppt í Kanada né Frakklandi á næsta ári vegna of hárra leyfisgjalda sem mósthaldarar eiga erfitt með að kyngja, en gjaldið er oft á milli 10-30 miljónir dala fyrir mót.

Mikill áhugi er á Formúlu 1 í Þýskalandi og fimm þýskir ökumenn keppa í íþróttinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×