Innlent

Háskólakennarinn leiddur fyrir dómara - Játaði sum brotanna

Andri Ólafsson skrifar

Búið er að þingfesta ákærur á hendur háskólakennaranum sem grunaður er um alvarleg kynferðisbrot gegn níu börnum.

Ákærurnar voru þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Þá var háskólakennarinn leiddur fyrir dómara sem las honum 22 ákæruliði sem tengjast meintum brotum hans gegn sjö börnum. Kennarinn er auk þess grunaður um brot gegn tveimur börnum til viðbótar en þau mál eru fyrnd.

Þinghaldið er lokað eins og venjan er þegar um kynferðisbrot er að ræða.

Háskólakennarinn játaði nokkur þeirra brota sem honum er gefin að sök en samkvæmt heimildum Vísis voru það aðallega þau brot sem tengjast hans eigin börnum.

Hann neitaði hins vegar sök þegar kom að öðrum brotum.

Háskólakennarinn mun sitja í gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í málinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×