Ísraelsk Madeleine McCann? Óli Tynes skrifar 27. ágúst 2008 15:43 Afinn Roni Ron (45) og mamman Marie Pisam (23) huldu andlit sín í réttarsal Fjörutíu og fimm ára gamall ísraelskur afi er grunaður um að hafa myrt fjögurra ára barnabarn sitt og eignast tvö önnur börn með móðurinni, fyrrverandi tengdadóttur sinni. Móðirin og amman eru grunuð um aðild að málinu. Lík litlu telpunnar hefur hinsvegar ekki fundist ennþá. Því hefur hún í fjölmiðlum verið kölluð hin ísraelska Maddie. Rose litla Ron átti stutta ævi og erfiða. Faðir hennar kvæntist franskri konu. Þar sem þau bjuggu til skiptis í Ísrael og Frakklandi talaði hún hvorki almennilega hebresku né frönsku. Oft stóð hún og starði út í loftið. Eða barði höfðinu í vegginn til þess að vekja athygli á sér. Móðirin hafði skilið við föður hennar og tekið saman við föður eiginmannsins. Tengdaföður sinn. Hún flutti með Rose inn á heimili hans og konu hans. Ömmu Rose og tengdamóður sinnar. Eignaðist þar tvö börn. Svo dag nokkurn fyrir þrem mánuðum hvarf Rose sporlaust. Enginn tók eftir því í fyrstu af því að enginn tók eftir Rose. Nú hafa hinsvegar móðirin og afinn verið handtekin. Afinn hefur sagt að þegar Rose grét hástöfum í aftursætinu á bíl hans, hafi hann slegið hana í reiðikasti. Hún hafi látist af högginu og í skelfingu sinni hafi hann sett lík hennar í ferðatösku og kastað því út í á. Ferðataskan hefur hinsvegar ekki fundist og lögregluna grunar að málið sé ekki jafn einfalt og afinn og mamman vilja vera láta. Erlent Madeleine McCann Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Fjörutíu og fimm ára gamall ísraelskur afi er grunaður um að hafa myrt fjögurra ára barnabarn sitt og eignast tvö önnur börn með móðurinni, fyrrverandi tengdadóttur sinni. Móðirin og amman eru grunuð um aðild að málinu. Lík litlu telpunnar hefur hinsvegar ekki fundist ennþá. Því hefur hún í fjölmiðlum verið kölluð hin ísraelska Maddie. Rose litla Ron átti stutta ævi og erfiða. Faðir hennar kvæntist franskri konu. Þar sem þau bjuggu til skiptis í Ísrael og Frakklandi talaði hún hvorki almennilega hebresku né frönsku. Oft stóð hún og starði út í loftið. Eða barði höfðinu í vegginn til þess að vekja athygli á sér. Móðirin hafði skilið við föður hennar og tekið saman við föður eiginmannsins. Tengdaföður sinn. Hún flutti með Rose inn á heimili hans og konu hans. Ömmu Rose og tengdamóður sinnar. Eignaðist þar tvö börn. Svo dag nokkurn fyrir þrem mánuðum hvarf Rose sporlaust. Enginn tók eftir því í fyrstu af því að enginn tók eftir Rose. Nú hafa hinsvegar móðirin og afinn verið handtekin. Afinn hefur sagt að þegar Rose grét hástöfum í aftursætinu á bíl hans, hafi hann slegið hana í reiðikasti. Hún hafi látist af högginu og í skelfingu sinni hafi hann sett lík hennar í ferðatösku og kastað því út í á. Ferðataskan hefur hinsvegar ekki fundist og lögregluna grunar að málið sé ekki jafn einfalt og afinn og mamman vilja vera láta.
Erlent Madeleine McCann Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira