Formúla 1

Bruno Senna prófar Honda

Nelsson Piquet og Bruno Senna eru báðir frá Brasilíu og Bruno gæti orðið Formúlu 1 ökumaður á næsta ári ef æfingar með Honda ganga vel.
Nelsson Piquet og Bruno Senna eru báðir frá Brasilíu og Bruno gæti orðið Formúlu 1 ökumaður á næsta ári ef æfingar með Honda ganga vel. Mynd: Getty Images

Frændi hins fræga Ayrton Senna, Bruno Senna mun prófa Honda Formúlu 1 bíl á æfingum um miðjan nóvember. Hann á möguleika á sæti hjá liðinu 2009.

Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Honda segist hæstánægður að Senna sé viljugur til verksins. Senna hefur staðið sig vel í GP 2 mótaröðinni. "Við munum prófa Senna af festu og hann verður í höfðumstöðvum okkar að undirbúa sig af kostgæfni í ökuhermi okkar", sagði Brawn.

Bruno er spenntur að fá tækifæri og ef hann stendur sig vel, þá er líklegt að hann taki sæti Rubens Barrichello.

"Ég er vitanlega mjög spenntur að fá að prófa Formúlu 1 bíl í fyrsta skipti. Þetta hefur lengi verið draumur minn, þó ég hafi bara keppt í fjögur ár í kappakstri. Ég vonast til að sýna Honda að ég geti gert góða hluti", sagði Bruno.

Þegar Bruno var ungur að árum, þá sagði frændi hans Ayrton að hann væri betri en hann hefði verið ungur. En eftir að Ayrton lést, þá bannaði mamma Bruno honum að keppa í kappakstri. Hann varð því að bíða þar til að hann varð lögráða til að geta keppt á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×