Enginn getur ógnað Tiger Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. febrúar 2008 17:50 Adam Scott. Adam Scott segir að það sé ómögulegt að ætla að jafna eða jafnvel bæta árangur Tiger Woods á golfvellinum. Johnnie Walker Classic-mótið hefst á Indlandi í nótt en Scott hefur áður fagnað sigri á mótinu. Tiger vann þetta mót tvívegis á sínum tíma en hann er ekki meðal keppenda að þessu sinni. Fyrrum þjálfari Woods, Butch Harmon, segir að Scott sé fær um að geta veitt Woods verðuga samkeppni í framtíðinni. Scott er 27 ára gamall og fáeinum árum yngri en Woods. Harmon hefur líka þjálfað Scott. „Ég get ekki séð að einhver geti veitt honum stöðuga samkeppni, viku á eftir viku. Hann er hreinlega í öðrum gæðaflokki." Woods vann sigur í heimsmeistaramótinu í holukeppni í Arizona um síðustu helgi og ræddi eftir mótið þann möguleika að fara taplaus í gegnum tímabilið. Þetta var sjötti sigur hans í röð. Scott hefur unnið sex mót á Evrópumótaröðinni í golfi og verður besti kylfingur mótsins í Indlandi samkvæmt styrkleikalista Alþjóða golfsambandsins. Scott vann nú síðast mót í Doha í Katar þar sem hann lék á 61 höggi á lokadeginum. En aðeins Woods, Nick Faldo og Ernie Els hafa unnið mótið tvisvar á Johnnie Walker Classic-mótinu. Meðal keppenda á mótinu í Indlandi verða þeir Vijay Singh, Miguel Angel Jimenez, Colin Montgomerie og Anton Haig, sem á titil að verja. Af heimamönnum þykja þeir Jeev Mikha Singh og Shivshankar Chowrasia sigurstranglegastir. Sá síðarnefndi vann sigur á opna indverska meistaramótinu fyrr í mánuðinum. Birgir Leifur Hafþórsson er ekki meðal keppenda á mótinu. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Adam Scott segir að það sé ómögulegt að ætla að jafna eða jafnvel bæta árangur Tiger Woods á golfvellinum. Johnnie Walker Classic-mótið hefst á Indlandi í nótt en Scott hefur áður fagnað sigri á mótinu. Tiger vann þetta mót tvívegis á sínum tíma en hann er ekki meðal keppenda að þessu sinni. Fyrrum þjálfari Woods, Butch Harmon, segir að Scott sé fær um að geta veitt Woods verðuga samkeppni í framtíðinni. Scott er 27 ára gamall og fáeinum árum yngri en Woods. Harmon hefur líka þjálfað Scott. „Ég get ekki séð að einhver geti veitt honum stöðuga samkeppni, viku á eftir viku. Hann er hreinlega í öðrum gæðaflokki." Woods vann sigur í heimsmeistaramótinu í holukeppni í Arizona um síðustu helgi og ræddi eftir mótið þann möguleika að fara taplaus í gegnum tímabilið. Þetta var sjötti sigur hans í röð. Scott hefur unnið sex mót á Evrópumótaröðinni í golfi og verður besti kylfingur mótsins í Indlandi samkvæmt styrkleikalista Alþjóða golfsambandsins. Scott vann nú síðast mót í Doha í Katar þar sem hann lék á 61 höggi á lokadeginum. En aðeins Woods, Nick Faldo og Ernie Els hafa unnið mótið tvisvar á Johnnie Walker Classic-mótinu. Meðal keppenda á mótinu í Indlandi verða þeir Vijay Singh, Miguel Angel Jimenez, Colin Montgomerie og Anton Haig, sem á titil að verja. Af heimamönnum þykja þeir Jeev Mikha Singh og Shivshankar Chowrasia sigurstranglegastir. Sá síðarnefndi vann sigur á opna indverska meistaramótinu fyrr í mánuðinum. Birgir Leifur Hafþórsson er ekki meðal keppenda á mótinu.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira