Birgir Leifur hættur: Gríðarleg vonbrigði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. mars 2008 16:19 Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur. Nordic Photos / Getty Images Birgir Leifur Hafþórsson þurfti að hætta keppni í Portúgal í dag vegna hálsmeiðsla. „Mjög mikil vonbrigði," sagði hann í samtali við Vísi og var greinilega sársvekktur. „Ég vaknaði með mikinn hálsríg í morgun og hann varð verri og verri eftir því sem leið á daginn. Ég lét samt reyna á þetta en það var ekki til neins, þetta gekk ekki neitt," sagði Birgir Leifur. Hann lék fyrstu tvær holurnar og fékk skramba á þeirri fyrri og par á þeirri seinni. Eftir hana hætti hann keppni. „Ég fór í skoðun þar sem ég fékk að vita að það er engin skemmd eða neitt slíkt. Það var hins vegar vöðvi sem stífnaði upp og læsti hálsinum og þarf ég bara að hvíla mig í 2-3 daga." „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Ég er búinn að vera mikið í ræktinni undanfarnar vikur og mánuði og hélt ég að ég væri búinn að fá mig góðan af öllum smámeiðslum. En þetta tengist greinilega golfinu eitthvað og meðan ekki er vitað hvað nákvæmlega er að er ekki gott að segja með framhaldið." „Ég mun þó spila á næsta móti eins og áætlað var, alla vega þar til annað kemur í ljós. Ég mun nú ræða við mitt fólk og greina allt sem ég geri í ræktinni og í golfinu til að reyna að greina vandann." Golf Tengdar fréttir Birgir Leifur: Svolítið ryðgaður Birgir Leifur Hafþórsson hefur aftur keppni á Evrópumótaröðinni í golfi um helgina eftir tveggja mánaða hlé. 18. mars 2008 15:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson þurfti að hætta keppni í Portúgal í dag vegna hálsmeiðsla. „Mjög mikil vonbrigði," sagði hann í samtali við Vísi og var greinilega sársvekktur. „Ég vaknaði með mikinn hálsríg í morgun og hann varð verri og verri eftir því sem leið á daginn. Ég lét samt reyna á þetta en það var ekki til neins, þetta gekk ekki neitt," sagði Birgir Leifur. Hann lék fyrstu tvær holurnar og fékk skramba á þeirri fyrri og par á þeirri seinni. Eftir hana hætti hann keppni. „Ég fór í skoðun þar sem ég fékk að vita að það er engin skemmd eða neitt slíkt. Það var hins vegar vöðvi sem stífnaði upp og læsti hálsinum og þarf ég bara að hvíla mig í 2-3 daga." „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Ég er búinn að vera mikið í ræktinni undanfarnar vikur og mánuði og hélt ég að ég væri búinn að fá mig góðan af öllum smámeiðslum. En þetta tengist greinilega golfinu eitthvað og meðan ekki er vitað hvað nákvæmlega er að er ekki gott að segja með framhaldið." „Ég mun þó spila á næsta móti eins og áætlað var, alla vega þar til annað kemur í ljós. Ég mun nú ræða við mitt fólk og greina allt sem ég geri í ræktinni og í golfinu til að reyna að greina vandann."
Golf Tengdar fréttir Birgir Leifur: Svolítið ryðgaður Birgir Leifur Hafþórsson hefur aftur keppni á Evrópumótaröðinni í golfi um helgina eftir tveggja mánaða hlé. 18. mars 2008 15:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur: Svolítið ryðgaður Birgir Leifur Hafþórsson hefur aftur keppni á Evrópumótaröðinni í golfi um helgina eftir tveggja mánaða hlé. 18. mars 2008 15:45