Viðskipti innlent

Gengi bankanna hækkar

Gengi Landsbankans, Straums, Glitnis og Kaupþings hefur hækkað mest í dag ef frá er skilin mikil hækkun á gengi Eimskipafélagsins. Bréf í skipaflutningafélaginu rauk upp um rúm tíu prósent á fyrstu mínútum viðskiptadagsins og bætti tæpum þremur prósentum við sig nokkrum mínútum síðar. Gengi bréfa í Landsbankanum hækkaði um tvö prósent, Straumur bætti við sig 0,82 prósent, Glitnir 0,56 prósent og Kaupþing 0,43 prósent. Gengi bréfa í Existu er það eina sem hefur lækkað í dag, eða um 1,49 prósent. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,68 prósent og stendur hún í 4.038 stigum. Í gær féll vísitalan um 2,47 prósent. Hún endaði í 4.011 stigum og hafði ekki verið lægri síðan í maílok árið 2005.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×