Viðskipti innlent

Exista á 10 aura og - Straumur á rúman túkall

Bakkabræður.
Bakkabræður. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Existu hrundi um 97,8 prósent og bréf Straums 64,7 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni. Viðskipti með bréf beggja félaga hafa verið á salti í rúma tvö mánuði.

Fyrsta sölutilboð í bréf Existu hljóðuðu upp á 1,99 krónur á hlut en fór fljótlega niður í 1,95. Það féll fljótlega í 1,8 krónur á hlut en stendur nú í litlum 10 aurum. Það jafngildir 97,8% lækkun.

Tilboð í bréf Straums nam fimm krónum á hlut áður en viðskipti hófust. Það lækkaði fljótlega og stendur nú í 2,59 krónum á hlut.

Þegar viðskipti voru stöðvuð með hlutabréf Existu 6. október síðastliðinn stóðu þau í 4,62 krónum á hlut. Síðan þá hafa Bakkabræður keypt Bakkavör undan fyrirtækjahattinum og lagt inn yfirtökutilboð í rest. Þá samþykktu hluthafar afskráningu félagsins. Það verður tekið af markaði á föstudag.

Þá stóð gengi bréfa í Straumi í sjö krónum á hlut þegar viðskipti með bréf fjárfestingarbankans voru stöðvuð í október.Gengi þeirra stendur nú í 2,5 krónum á hlut.

Ef frá eru skilin viðskipti með þessi tvö félög einkennir lækkun byrjun dagsins í Kauphöllinni.

Gengi bréfa í Össuri hefur lækkað um 0,3 prósent og í Marel Food Systems um 0,25 prósent. Þá hefur Bakkavör hækkað um 2,87 prósent á sama tíma.

Úrvalsvísitalan hefur fallið um 40,45 prósent og stendur Úrvalsvísitalan í 393 stigum.

 














Fleiri fréttir

Sjá meira


×