Körfubolti

KR og Keflavík spáð sigri

KR er spáð Íslandsmeistaratitlinum
KR er spáð Íslandsmeistaratitlinum Mynd/Daníel

Karlaliði KR og kvennaliði Keflavíkur er spáð sigri í Iceland Express deildunum í vor. Þetta kom frá á árlegum blaðamannafundi KKÍ þar sem lagðar voru línurnar fyrir komandi vetur.

Kvennalið Keflavíkur er ríkjandi Íslandsmeistari og því þarf ekki að koma á óvart að liðinu sé spáð titlinum. KR var spáð öðru sæti og Grindavík og Haukar fengu jafn mörg atkvæði í í 3.-4. sæti.

Spáin í kvennaflokki:

1. Keflavík 187 stig

2. KR 180 stig

3. Grindavík 128 stig

4. Haukar 128 stig

5. Valur 92 stig

6. Hamar 67 stig

7. Snæfell 39 stig

8. Fjölnir 38 stig

Í karlaflokki fengu KR-ingar flest atkvæðin og er spáð sigri í deildinni, enda hefur liðið fengið til sín hörkuleikmenn fyrir átökin í vetur. Sömu sögu er að segja af Grindvíkingum sem hafa bætt sig verulega og er spáð öðru sætinu.

Íslandsmeisturum Keflavíkur var spáð þriðja sæti, grönnum þeirra í Njarðvík fjórða og Snæfelli fimmta sætinu. Breiðablik og Skallagrímur ráku lestina.

Spáin í karlaflokki:

1. KR 413 stig

2. Grindavík 374 stig

3. Keflavík 346 stig

4. Njarðvík 309 stig

5. Snæfell 289 stig

6. Þór Ak. 229 stig

7. Stjarnan 190 stig

8. ÍR 180 stig

9. Tindastóll 174 stig

10. FUs 120 stig

11. Skallagrímur 90 stig

12. Breiðablik 89 stig






Fleiri fréttir

Sjá meira


×