Fótbolti

Rangers hafði betur gegn Celtic

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Rangers fagna hér marki.
Leikmenn Rangers fagna hér marki. Nordic Photos / AFP

Fyrsti „Old Firm"-leikur tímabilsins í skosku úrvalsdeildinni fór fram í dag þar sem Rangers vann 4-2 sigur á Celtic.

Daniel Cousin kom Rangers yfir í leiknum með marki á 37. mínútu en Georgios Samars jafnaði svo metin tveimur mínútum síðar og var staðan jöfn í hálfleik.

Kenny Miller skoraði svo tvívegis í síðari hálfleik og Pedro Mendes eitt og komst Rangers þannig í 4-1 forystu áður en Shunsuke Nakamura skoraði mark beint úr aukaspyrnu í lok leiksins.

Cousin fékk svo að líta sitt annað gula spjald á 75. mínútu en aðeins mínútu síðar fékk Jan Vennegoor of Hesselink, leikmaður Celtic, að fjúka út af með rautt.

Vennegor of Hesselink var nýkominn inn á sem varamaður og entist aðein fjórar mínútur inn á vellinum en þrátt fyrir það réði hann ekki við skapið og fékk Kirk Broadfoot, leikmaður Rangers, að kenna á því.

Rangers er nú á toppi deildarinnar með tíu stig, rétt eins og Kilmarnock en með betra markahlutfall. Hearts er í þriðja sæti með níu stig og Celtic í því fjórða með sjö ásamt Inverness CT og Aberdeen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×