Flest félög halda herrakvöld en það sem gerir þetta herrakvöld HK sérstakt er að þar verður boðin upp einstök fótboltaferð.
HK-ingar fá þá góða hjálp frá HK-ingi í atvinnumennsku. Landsliðsmaðurinn og HK-ingurinn Jón Dagur Þorsteinsson spilar með Herthu Berlín í þýsku b-deildinni.
Fótboltaferðin sem boðin verður upp í kvöld er ferð á leik með Hertha Berlín á heimavelli í fylgd Eyjólfs Sverrissonar, knattspyrnuhetju og fyrrum leikmanns Hertha Berlín.
Hertha spilar heimaleiki sína á Ólympíuleikvanginum í Berlín sem tekur yfir 74 þúsund manns.
Það gerir hana enn eftirsóknarverðari að auki verður málsverður og spjall í boði með Jóni Degi Þorsteinssyni. Þar verða líka Eyjólfur Sverrisson ásamt leynigesti úr röðum þýskra knattspyrnugoðsagna.
Tímasetning ferðarinnar verður nánar útfærð með hæstbjóðanda.
Eyjólfur átti mörg frábær ár með Herthu Berlin en hann lék síðustu átta ár ferilsins með liðinu frá 1995 til 2003. Hann komst upp með liðinu 1997 og liðið fór alla leið í Meistaradeildina 1999 auk þess að vinna þýska deildabikarinn 2001.
Eyjólfur var valinn í lið fyrstu aldarinnar hjá félaginu og er mikils metinn hjá klúbbnum.