Enski boltinn

Bullard valinn en Owen ekki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jimmy Bullard í leik með Fulham.
Jimmy Bullard í leik með Fulham. Nordic Photos / Getty Images
Jimmy Bullard var í dag valinn í enska landsliðið sem mætir Andorra og Króatíu í undankeppni HM 2010.

Steven Gerrard, Michael Carrick og Owen Hargreaves eiga allir við meiðsli að stríða og því ákvað Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, að velja Bullard.

Bullard verður þrítugur á þessu ári og hefur aldrei áður verið valinn í landsliðið. Hann lenti í alvarlegum meiðslum fyrir fáeinum árum og var nærri hættur í knattspyrnu.

Michael Owen var hins vegar ekki valinn í landsliðið né heldur Peter Crouch.

Hópurinn:

Markverðir: David James (Portsmouth), Rob Green (West Ham United), Paul Robinson (Blackburn Rovers)

Varnarmenn: Wayne Bridge (Chelsea), Wes Brown (Manchester United), Ashley Cole (Chelsea), Rio Ferdinand (Manchester United), Glen Johnson (Portsmouth), John Terry (Chelsea), Joleon Lescott (Everton), Matthew Upson (West Ham United)

Miðvallarleikmenn: Gareth Barry (Aston Villa), Jimmy Bullard (Fulham), Jermaine Jenas (Tottenham Hotspur), Joe Cole (Chelsea), David Bentley (Tottenham Hotspur), Frank Lampard (Chelsea), Stewart Downing (Middlesbrough), David Beckham (LA Galaxy)

Framherjar: Wayne Rooney (Manchester United), Jermain Defoe (Portsmouth), Theo Walcott (Arsenal), Emile Heskey (Wigan Athletic)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×