Fótbolti

Bröndby lagði FC Kaupmannahöfn - Sölvi skoraði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefán Gíslason, leikmaður Bröndby.
Stefán Gíslason, leikmaður Bröndby.
Stefán Gíslason og félagar í Bröndby unnu góðan 1-0 sigur á FC Kaupmannahöfn í dag.

Stefán lék allan leikinn í liði Bröndby en það var Jan Kristiansen sem skoraði sigurmark leiksins.

Sölvi Ottesen skoraði eina mark SönderjyskE í kvöld sem tapaði 1-2 fyrir Álaborg. Sölvi lék allan leikinn í kvöld.

Þá tapaði Esbjerg fyrir Horsens, 1-0. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var í byrjunarliði Esbjerg en var tekinn af velli á 60. mínútu.

OB er á toppi deildarinnar með fimmtán stig eftir sex umferðir en Bröndby komst upp fyrir FCK í kvöld með sigrinum. Liðið er í öðru sæti með tólf stig og FCK í því þriðja með ellefu.

SönderjyskE er í næstneðsta sæti með fimm stig og Esbjerg á botninum með þrjú.

Gengi Noregsmeistara Brann batnaði ekki í kvöld er liðið tapaði fyrir Bodö/Glimt á útivelli, 3-1.

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Bodö/Glimt og var skipt af velli undir lok leiksins.

Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson léku í vörn Brann í kvöld en þeir Ármann Smári Björnsson og Birkir Már Sævarsson voru á bekknum. Gylfi Einarsson var ekki í hópnum.

Ólafur Örn var tekinn af velli undir lok leiksins en Ármann Smári kom inn á sem varamaður á 83. mínútu. Ármann og Kristján fengu báðir að líta gula spjaldið í leiknum.

Tromsö komst upp í annað sæti deildarinnar með því að gera 3-3 jafntefli við Lyn. Tromsö komst reyndar í 3-1 forystu en Lyn jafnaði á lokamínútum leiksins.

Indriði Sigurðsson var í byrjunarliði Lyn og Theodór Elmar Bjarnason á bekknum. Hann kom inn á sem varamaður á 56. mínútu en Indriði lék allan leikinn.

Þá gerðu Viking og Molde einnig 3-3 jafntefli en Rosenborg vann 2-1 sigur á Vålerenga. HamKam vann einnig sigur á Strömsgodset, 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×