Viðskipti innlent

Dollarinn rýfur 86 krónu múrinn

Bandaríkjadalurinn rauf 86 krónu múrinn fyrir stundu. Það hefur ekki gerst síðan seint í nóvember árið 2002.

Gengi bandaríkjadals hefur styrkst verulega eftir að hafa legið í lægstu gildum gagnvart íslensku krónunni síðastliðin þrjú ár.

Dollarinn fór í 110,39 krónur í nóvember árið 2001 og tók að lækka eftir það gagnvart krónunni. Í gær fór hann svo í 85 krónur í fyrsta sinn í tæp sex ár.

Líkt og sagði í blaðinu í gær gaf efnahagslífið í Bandaríkjunum eftir fyrr en á evrusvæðinu. Átti hann því nokkuð inni þegar gengi evru tók að lækka nú fyrir skemmstu í kjölfar vísbendinga um að hægja muni á evrópsku efnahagslífi á seinni hluta árs.

Evran veiktist lítillega í dag eftir að evrópski seðlabankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum í 4,25 prósentum. Gengið hefur nú veikst sex daga í röð og lækkað um 5,7 prósent gagnvart bandaríkjadal síðasliðinn mánuðinn, samkvæmt Bloomberg-fréttastofunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×