Erlent

ESB íhugar refsiaðgerðir gegn Rússum

Óli Tynes skrifar

Leiðtogar Evrópusambandsins eru að íhuga refsiaðgerðir gegn Rússlandi, að sögn Bernards Kouchners, utanríkisráðherra Frakklands. Leiðtogarnir koma saman á mánudag til þess að ræða ástandið í Georgíu.

Frakkar sem höfðu forgöngu um sex liða vopnahlé milli Rússa og Georgíumanna hafa verið mildari í afstöðu sinni til Rússa en önnur Evrópuríki eins og til dæmis Bretar.

Frakkar eru hinsvegar að missa þolinmæðina þar sem Rússar hafa ekki uppfyllt það grundvallaratriði að kalla allt herlið sitt heim frá Georgíu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×