Hvíta Rússlands mun innan skamms viðurkenna sjálfstæði Suður-Ossetíu og Abkasíu að sögn sendiherra landsins í Rússlandi.
Það kemur svosem ekki á óvart þar sem Alexanders Lukashenko forseti Hvíta Rússlands var þegar búinn að lýsa því yfir að Rússar hefðu ekki átt annarra kosta völ en að viðurkenna sjálfstæði héraðanna.
Í Georgíu er þingið hinsvegar að fjalla um hvort eigi að slíta stjórnmálasambandi við Rússlands.
Á Vesturlöndum hefur svo viðurkenning Rússa verið fordæmd og engar líkur á að nokkurt Vesturlanda viðurkenni sjálfstæði héraðanna.