Hraðamyndavélar voru teknar í notkun í Fáskrúðsfjarðargöngum í gær. Uppsetning vélanna er liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda. Tilgangurinn er að draga úr ökuhraða á þjóðvegum og fækka umferðarslysum.
Á næstu vikum munu fleiri vélar bætast við á þjóðvegum landsins, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.
Myndavélarnar smella aðeins mynd af þeim sem aka of hratt og senda hana svo samstundis til lögreglunnar.