Höfuðpaurinn játaði brot sitt 19. janúar 2008 00:01 Brotamenn í dómsal Ákærðu voru allir viðstaddir þingfestingu í máli þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. fréttablaðið/gva Einar Jökull Einarsson, Kópavogsbúi á 28. aldursári, játaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa skipulagt innflutning á tæplega fjörutíu kílóum af verskmiðjuframleiddum fíkniefnum sem haldlögð voru í skútu við Fáskrúðsfjarðarhöfn hinn 20. september í fyrra. Alvar Óskarsson, Guðbjarni Traustason, Bjarni Hrafnkelsson, Arnar Gústafsson og Marinó Einar Árnason, sem einnig eru ákærðir í málinu, játuðu einnig aðild að smygltilrauninni. Þeir neituðu því að hafa skipulagt innflutninginn og gerðu athugasemdir við magnið sem nefnt er í ákæru á grundvelli rannsóknar á efnunum. Efnin voru blaut þegar þau voru vigtuð en þurrkuð vigtuðust þau um þrjátíu prósentum léttari, tæplega þrjátíu kíló. „Þetta var bara skyndiákvörðun,“ sagði Bjarni Hrafnkelsson, 36 ára Hafnfirðingur, sem ákærður er fyrir að hafa pakkað efnunum inn í Danmörku áður en Alvar og Guðbjarni sigldu efnunum til Íslands, með viðkomu á Hjaltlandseyjum og í Færeyjum. Hann sagðist hafa pakkað efnunum inn ásamt öðrum manni en ekki komið að skipulagningu innflutningsins að neinu öðru leyti. Marinó Einar játaði einnig brot sitt að fullu. Hann er ákærður fyrir að hafa átt að taka við efnunum á Fáskrúðsfirði og koma þeim í hendur Arnars. Hann játti því að hafa samþykkt að geyma „pakka“ fyrir Einar Jökul á sumarbústaðalandi tengdaforeldra sinna í Rangárvallasýslu en sagðist ekki vera viss um hvað hefði átt að vera í pakkanum. Aðalmeðferð í málinu fer fram 31. janúar. Pólstjörnumálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Einar Jökull Einarsson, Kópavogsbúi á 28. aldursári, játaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa skipulagt innflutning á tæplega fjörutíu kílóum af verskmiðjuframleiddum fíkniefnum sem haldlögð voru í skútu við Fáskrúðsfjarðarhöfn hinn 20. september í fyrra. Alvar Óskarsson, Guðbjarni Traustason, Bjarni Hrafnkelsson, Arnar Gústafsson og Marinó Einar Árnason, sem einnig eru ákærðir í málinu, játuðu einnig aðild að smygltilrauninni. Þeir neituðu því að hafa skipulagt innflutninginn og gerðu athugasemdir við magnið sem nefnt er í ákæru á grundvelli rannsóknar á efnunum. Efnin voru blaut þegar þau voru vigtuð en þurrkuð vigtuðust þau um þrjátíu prósentum léttari, tæplega þrjátíu kíló. „Þetta var bara skyndiákvörðun,“ sagði Bjarni Hrafnkelsson, 36 ára Hafnfirðingur, sem ákærður er fyrir að hafa pakkað efnunum inn í Danmörku áður en Alvar og Guðbjarni sigldu efnunum til Íslands, með viðkomu á Hjaltlandseyjum og í Færeyjum. Hann sagðist hafa pakkað efnunum inn ásamt öðrum manni en ekki komið að skipulagningu innflutningsins að neinu öðru leyti. Marinó Einar játaði einnig brot sitt að fullu. Hann er ákærður fyrir að hafa átt að taka við efnunum á Fáskrúðsfirði og koma þeim í hendur Arnars. Hann játti því að hafa samþykkt að geyma „pakka“ fyrir Einar Jökul á sumarbústaðalandi tengdaforeldra sinna í Rangárvallasýslu en sagðist ekki vera viss um hvað hefði átt að vera í pakkanum. Aðalmeðferð í málinu fer fram 31. janúar.
Pólstjörnumálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira