Bretinn Lewis Hamilton segir nýjan McLaren sem hann hefur prófað á Jerez brautinni síðustu daga vænan farkost. Hamilton sló hressilega í gegn á síðasta ári, þegar hann keppti í fyrsta skipti í Formúlu 1. Minnstu munaði að hann hreppti meistaratitilinn, en hann varð einu stigi á eftir Kimi Raikkönen.
"Ég er búinn að aka bílnum í nokkra daga og bíllinn er talsvert betri en
2007 bíllinn. Ég finn það strax á fyrstu æfingunum að staða okkar er betri og bíllinn áreiðanlegri," segir Hamilton.
"Bíllinn er í raun framþróun á bíl síðasta árs og lætur svipað af stjórn í grunninn. Ég er viss um að við eigum eftir að fínpússa ýmislegt og ég er sjálfur í betra formi, en í janúar í fyrra. Ég veit hve mikið ég þarf að æfa kroppinn og keyra til að vera í góðu ásigkomulagi fyrir fyrsta mótið. Ég þekki brautirnar og þetta verður allt mun auðveldara en áður. En engu að síður erfitt og átákamikið verkefni."
Hamilton ánægður með nýjan farkost
