Lewis Hamilton á McLaren náði í dag fjögurra stiga forskoti í keppni ökuþóra þegar hann sigraði í Þýskalandskappakstrinum í Formlúlu 1. Þetta var fjórði sigur Hamilton á heimsmeistaramótinu í ár.
Hamilton hafði örugga forystu frá byrjun, en undarlega keppnisáætlun McLaren kom honum þó í bobba. Liðið ákvað að láta Hamilton ekki taka þjónustuhlé þegar öryggisbíllinn þurfti að koma inn á brautina og fyrir vikið þurfti Bretinn ungi að taka fram úr þremur bílum til að ná fyrsta sætinu á ný.
Brasilíumaðurinn Nelson Pique hjá Renault náði öðru sætinu og landi hans Felipe Massa náði þriðja sætinu. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1991 sem tveir Brasilíumenn komast á verðlaunapall í Formúlu 1.
1. Hamilton (McLaren)
2. Piquet (Renault)
3. Massa (Ferrari)
4. Heidfeld (BMW Sauber)
5. Kovalainen (McLaren)
6. Raikkonen (Ferrari)
7. Kubica (BMW Sauber)
8. Vettel (Toro Rosso)