Nokkur skörð verða höggvin í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Norðmönnum og Skotum og nú er ljóst að Theodór Elmar Bjarnason getur ekki gefið kost á sér vegna meiðsla.
Jónas Guðni Sævarsson hjá KR hefur verið kallaður inn í hópinn í hans stað, en fyrr í dag þurfti Ólafur Ingi Skúlason víkja úr hópnum vegna hnémeiðsla og í hans stað kom Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson.
Þá hefur Veigar Páll Gunnarsson staðfest að hann sé heill heilsu, en hann fékk högg á hnéð í leik Stabæk og Lilleström í gær og þurfti að fara af velli. Óttast var að hann myndi missa af leik Íslendinga og Norðmanna um næstu helgi, en hann segist muni ná sér að fullu.