Viðskipti innlent

Álfyrirtækið toppaði daginn í Kauphöllinni

Úr álveri Norðuráls á Grundartanga.
Úr álveri Norðuráls á Grundartanga.

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, rauk upp um 12,95 prósent í Kauphöllinni í dag eftir góða byrjun í morgunsárið. Önnur félög fóru úr lækkun í hækkun. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Marel Food Systems, sem fór upp um 2,21 prósent, Bakkavör fór upp um 1,91 prósent, Atlantic Petroleum um 1,72 prósent, Alfesca um 1,33 og Eimskips um 0,76 prósent.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa í Færeyjabanka um 0,74 prósent og stoðtækjafyrirtækisinis Össurar um 0,72 prósent.

Viðskipti á hlutabréfamarkaði voru 63 talsins upp á 259 milljónir króna.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,29 prósent og endaði í 637 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×