Viðskipti innlent

Exista rýkur upp annan daginn í röð

Forstjórar Existu og stjórnarformaðurinn, Lýður Guðmundsson.
Forstjórar Existu og stjórnarformaðurinn, Lýður Guðmundsson. Mynd/GVA
Gengi hlutabréfa í Existu rauk upp um 9,42 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í morgun. Á eftir fylgir gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem hefur hækkað um 8,28 prósent og Kaupþingi, sem hefur hækkað um 3,64 prósent. Þá hefur gengi Glitnis hækkað um 3,35 prósent og Spron um 3,3 prósent.

Gengi Existu stökk upp um rúm 17 prósent á föstudag. Gengi bréfa í Straumi, Landsbankanum, Færeyjabanka og Bakkavör hefur hækkað minna.

Á sama tima hefur gengi bréfa í Icelandic Group lækkað um 0,25 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,86 prósent og stendur vísitalan í 4.172 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×