Menning

Jákvæð skilaboð á erfiðum tíma

Jón Ólafsson athafnamaður sagði frá kynnum sínum af Maxine, sem hefur hjálpað honum með sín andlegu mál.
Jón Ólafsson athafnamaður sagði frá kynnum sínum af Maxine, sem hefur hjálpað honum með sín andlegu mál.
Fjöldi fólks mætti á Hótel Borg síðastliðið fimmtudagskvöld til að hlusta á uppbyggilegan boðskap sem er byggður á nýútkominni bók Maxine Gaudio, Ferðalagið að kjarna sjálfsins. Salka forlag gefur bókina út í íslenskri þýðingu Malínar Brand og að sögn Hildar Hermóðsdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra Sölku, var stemningin góð.

„Jón Ólafsson, athafnamaður og vatnsbóndi, sagði frá kynnum sínum af Maxine. Hún hefur verið að hjálpa honum með sín andlegu mál og hann hældi bæði henni og bókinni mikið. Malín var einnig með upplestur og Diddú söng nokkur lög af væntanlegri plötu sinni áður en Maxine sagði frá sér og bókinni," segir Hildur, en Maxine er heilari og orkumeistari sem býr til skiptis á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hún hefur stúderað íslenska þjóðarsál og leiðbeint mörgum hérlendis í átt til betra lífs.

„Bókin er í raun ævisaga sem fjallar um hvernig fólk getur tekið á sínum vandamálum, unnið úr þeim og látið sér líða betur svo hún ber mjög jákvæð og góð skilaboð á þessum erfiðu tímum," segir Hildur.

- ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×