Óttar skrifar um gosið í Eyjum 13. nóvember 2008 06:00 Óttar sveinsson Fimmtánda Útkallsbók rithöfundarins fjallar um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973. „Þarna eru margir Eyjamenn sem segja frá upplifun sinni á dramatískan hátt og opna sig með tilfinningar sínar," segir Óttar Sveinsson rithöfundur. Fimmtánda Útkallsbók Óttars er komin í verslanir og að þessu sinni fjallar höfundurinn um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973. Bókin nefnist Flóttinn frá Heimaey. Óttar ræðir við fjölmarga Eyjamenn um upplifun sína af gosinu en í forgrunni er stór fjölskylda sem tvístraðist þegar fólk var ferjað upp á land. „Þarna segi ég frá foreldrum sem týna fjórum barna sinna í tvo sólarhringa. Þegar öllum var sagt að fara niður að höfn keyrði fjölskyldufaðirinn fjögur af börnunum þangað og sagði þeim að bíða meðan hann sækti mömmu þeirra og þrjú önnur systkini. Þegar foreldrarnir komu aftur niður á höfn sáu þau hvorki tangur né tetur af börnunum fjórum og enginn gat fundið þau. Svo urðu þau að yfirgefa Eyjar án þess að vita um afdrif barna sinna þegar síðasti af rúmlega sjötíu bátum sigldi upp á land," segir Óttar. Foreldrarnir og hin börnin þrjú voru flutt í Melaskóla og þar liðu um það bil tveir sólarhringar áður en tvö barnanna skiluðu sér. Hin tvö fundust svo degi síðar. „Þau voru orðin gjörsamlega buguð af ótta," segir Óttar. Samhliða Útkallsbók Óttars kemur út barnabók sem fjallar líka um gosið í Eyjum. Bókin nefnist Edda týnist í eldgosinu og er eftir Herdísi Egilsdóttur. „Það vill svo skemmtilega til að sú bók er byggð á endurminningum yngstu stelpunnar í fjölskyldunni sem ég skrifa um. Þannig að það er bæði Útkall og afkvæmi fyrir þessi jól," segir Óttar og hlær. - hdm Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þarna eru margir Eyjamenn sem segja frá upplifun sinni á dramatískan hátt og opna sig með tilfinningar sínar," segir Óttar Sveinsson rithöfundur. Fimmtánda Útkallsbók Óttars er komin í verslanir og að þessu sinni fjallar höfundurinn um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973. Bókin nefnist Flóttinn frá Heimaey. Óttar ræðir við fjölmarga Eyjamenn um upplifun sína af gosinu en í forgrunni er stór fjölskylda sem tvístraðist þegar fólk var ferjað upp á land. „Þarna segi ég frá foreldrum sem týna fjórum barna sinna í tvo sólarhringa. Þegar öllum var sagt að fara niður að höfn keyrði fjölskyldufaðirinn fjögur af börnunum þangað og sagði þeim að bíða meðan hann sækti mömmu þeirra og þrjú önnur systkini. Þegar foreldrarnir komu aftur niður á höfn sáu þau hvorki tangur né tetur af börnunum fjórum og enginn gat fundið þau. Svo urðu þau að yfirgefa Eyjar án þess að vita um afdrif barna sinna þegar síðasti af rúmlega sjötíu bátum sigldi upp á land," segir Óttar. Foreldrarnir og hin börnin þrjú voru flutt í Melaskóla og þar liðu um það bil tveir sólarhringar áður en tvö barnanna skiluðu sér. Hin tvö fundust svo degi síðar. „Þau voru orðin gjörsamlega buguð af ótta," segir Óttar. Samhliða Útkallsbók Óttars kemur út barnabók sem fjallar líka um gosið í Eyjum. Bókin nefnist Edda týnist í eldgosinu og er eftir Herdísi Egilsdóttur. „Það vill svo skemmtilega til að sú bók er byggð á endurminningum yngstu stelpunnar í fjölskyldunni sem ég skrifa um. Þannig að það er bæði Útkall og afkvæmi fyrir þessi jól," segir Óttar og hlær. - hdm
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp